Borgin og HR ósammála um braggasamninginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 11:00 Hérna sést frágangurinn í náðhúsinu svokallaða, sem á að vera fundarherbergi HR. Myndin var tekin í gærkvöldi. Vísir Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra. Braggamálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra.
Braggamálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira