Segir fólk fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóðum þar sem konur eru í meirihluta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2018 19:00 Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira