David Gilmour hrósar Todmobile Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 06:00 Todmobile ásamt Jon Anderson sem flutti Awaken. Fréttablaðið/Daníel Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Ef ég myndi vilja fá hrós frá einhverjum gítarleikara, þá væri það frá David Gilmour. Nema að það væri frá sjálfum Steve Howe sem á þessar krefjandi laglínur sem ég er að flytja í þessum tilteknu vídeóum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, gítarleikari Todmobile, en í ummælum við myndbandið Awaken er að finna ummæli frá Gilmour, sem er gítarleikari Pink Floyd. Gilmour segist í ummælum sínum alltaf setja upp efasemdagleraugun þegar hann heyri aðra tónlistarmenn flytja tónlist Yes en þetta sé besta útgáfan af laginu sem hann hafi heyrt, fyrir utan Yes að sjálfsögðu. Gítarleikarinn neglir það sem Steve Howe gerði og flutningurinn er mjög áhrifamikill. „Ég þurfti nú alveg að fara á tærnar þarna í Yes-meistarverkinu Awaken, maður minn,“ segir Þorvaldur.David Gilmour, einn af bestu gítarleikurum allra tíma. NordicPhotos/GettyTodmobile fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum í Eldborg föstudaginn 2. nóvember en sérstakur heiðursgestur á tónleikunum verður skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Ultravox. Hann er með merkari tónlistarmönnum Bretlands á níunda áratugnum og einn af stofnendum Live Aid. Þá samdi hann lagið Do they know it’s Christmas ásamt Bob Geldof sem allir syngja um jólin. Todmobile hefur áður haldið tónleika í Eldborg ásamt erlendum listamönnum sem meðlimir hljómsveitarinnar líta á sem áhrifavalda sína. Árið 2013 var það Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar Yes. Í janúar 2015 var komið að Steve Hackett, gítarleikara Genesis, og haustið 2016 var Nik Kershaw sérstakur gestur Todmobile í Eldborg. „Það er líka sérlega gaman hvað við erum að fá mikið af áhorfi á rokksögumyndböndin okkar, þetta er samanlagt komið í nærri milljón áhorf á YouTube, og það er fyrir utan áhorf á annað Todmobile-efni,“ segir Þorvaldur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira