Fótbolti

Sif Atladóttir kemur til greina sem verðmætasti leikmaðurinn í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sif í leik með íslenska landsliðinu
Sif í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir kemur til greina sem verðmætasti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Sif hefur staðið vaktina í vörn Kristianstad undanfarin ár og verið í algjöru lykilhlutverki á yfirstandandi leiktíð en Kristianstad, sem þjálfað er ef Elísabetu Gunnarsdóttir, situr í fjórða sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

Sænska deildin er ein af þeim sterkari í Evrópu en ásamt Sif eru Ju­lia Karlernas (Pitea) og sænska landsliðskempan Carol­ine Se­ger (Rosengard) tilnefndar sem verðmætasti leikmaðurinn.

Valið verður tilkynnt á uppskeruhátíð sænska knattspyrnusambandsins, Fotbollsgalan, þann 12.nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×