Sunna segir frumvarp slá skjaldborg um nauðgara og níðinga Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 12:47 Þingflokksformaður Pírata gagnrýnir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um birtingu dóma harðlega og segir að með því verði hætt að birta nöfn allra sakamanna í dómum á Íslandi og slá þannig skjaldborg um nauðgara og níðinga. Dómsmálaráðherra segir ekki lagðar til jafn viðamiklar breytingar og haldið sé fram. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sett drög að frumvarpi um breytingu á birtingu dóma í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði frumvarpið skelfilegt í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Samkvæmt því verði hætt að birta dóma sem vörðuðu tiltekin viðfangsefni eins og kynferðisbrot. „Með samþykkt frumvarpsins yrði allri opinberri birtingu á dómum sem varðar kynferðisbrot hætt. Sömuleiðis segir í frumvarpinu að í dómum og úrskurðum í sakamálum skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir. Semsagt nöfn allra brotamanna á Íslandi samkvæmt þessu frumvarpi skulu fara leynt,” sagði Sunna. Hún undraðist hvernig þetta frumvarp gat yfirleitt komið fram. Það væri mjög viðamikil breyting að hætta að birta nöfn í dómum á netinu. Rökin væru meðal annars að verið væri að vernda brotaþola. Vissulega hafi dómstólar farið óvarlega í sumum tilvikum hvað þetta varði en svarið sé ekki að hætta nafnbirtingum í öllum dómum. Það sé bundið í stjórnarskrá og alls kyns alþjóðlegum sáttmálum að dómþing fari fram í heyranda hljóði. „Í hverra þágu á að leggja upp í þessa vegferð. Því ég fæ ekki betur séð en að hér sé ætlunin að slá skjaldborg um nauðgara og níðinga þessa lands. Þvert á stjórnarskrá og grunnreglur réttarríkisins,” sagði Þórhildur Sunna.Frumvarpið ekki fullkláraðDómsmálaráðherra sagði málið ekki fullbúið og aðeins lagt fram til kynningar í samráðsgáttinni með ósk um samráð. „Það kann að vera að háttvirtur þingmaður misskilji eitthvað frumvarpið. Það er ekki með þessu frumvarpi verið að leggja til jafn veigamiklar breytingar og mér heyrist háttvirtur þingmaður vera að reifa hér. Það er þannig í dag að héraðsdómar í tilteknum málum eru ekki birtir og í nokkuð mörgum málaflokkum. Hér er verið að leggja til að bætt verði við öðrum viðkvæmum málaflokkum. Þá er einnig verið að leggja það til að dómar séu nafnhreinsaðir í meira mæli en nú er gert. Það er vissulega veigamikil breyting,” sagði Sigríður. Það hafi verið misbrestur á að dómstólar hafi fylgt eigin reglum brotaþolum til hagsbóta. Því væri kallað eftir því af dómstólasýslunni að bragarbót verði gerð á. Þórhildur Sunna taldi þetta ekki nógu greinargóð svör. „Ég er ekkert að misskilja þetta frumvarp. Það kemur mjög skýrt fram í þessu frumvarpi að hætt skuli að nefna nöfn í öllum dómum sem varða sakamál. Bara hætta að birta nöfn allra sakamanna á Íslandi,” sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði vissulega gert ráð fyrir að nöfn verði ekki birt í dómum á netinu. Þannig væri það nú þegar í dag varðandi svívirðileg brot gegn börnum. Nöfn væru hins vegar birti á netinu í minniháttar málum. „Mér finnst það til umhugsunar og ég held að Alþingi ætti við þinglega meðferð þessa máls að velta því virkilega fyrir sér hvort það sé hlutverk ríkisvaldsins að fylgja refsingum með þeim hætti eftir út í hið óendanlega, út ævi dæmdra manna. Löngu eftir að þeir hafa afplánað og tekið út sína refsingu,” sagði Sigríður Andersen. Dómsmál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30 Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata gagnrýnir drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um birtingu dóma harðlega og segir að með því verði hætt að birta nöfn allra sakamanna í dómum á Íslandi og slá þannig skjaldborg um nauðgara og níðinga. Dómsmálaráðherra segir ekki lagðar til jafn viðamiklar breytingar og haldið sé fram. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur sett drög að frumvarpi um breytingu á birtingu dóma í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði frumvarpið skelfilegt í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Samkvæmt því verði hætt að birta dóma sem vörðuðu tiltekin viðfangsefni eins og kynferðisbrot. „Með samþykkt frumvarpsins yrði allri opinberri birtingu á dómum sem varðar kynferðisbrot hætt. Sömuleiðis segir í frumvarpinu að í dómum og úrskurðum í sakamálum skuli gæta nafnleyndar um þá sem þar eru greindir. Semsagt nöfn allra brotamanna á Íslandi samkvæmt þessu frumvarpi skulu fara leynt,” sagði Sunna. Hún undraðist hvernig þetta frumvarp gat yfirleitt komið fram. Það væri mjög viðamikil breyting að hætta að birta nöfn í dómum á netinu. Rökin væru meðal annars að verið væri að vernda brotaþola. Vissulega hafi dómstólar farið óvarlega í sumum tilvikum hvað þetta varði en svarið sé ekki að hætta nafnbirtingum í öllum dómum. Það sé bundið í stjórnarskrá og alls kyns alþjóðlegum sáttmálum að dómþing fari fram í heyranda hljóði. „Í hverra þágu á að leggja upp í þessa vegferð. Því ég fæ ekki betur séð en að hér sé ætlunin að slá skjaldborg um nauðgara og níðinga þessa lands. Þvert á stjórnarskrá og grunnreglur réttarríkisins,” sagði Þórhildur Sunna.Frumvarpið ekki fullkláraðDómsmálaráðherra sagði málið ekki fullbúið og aðeins lagt fram til kynningar í samráðsgáttinni með ósk um samráð. „Það kann að vera að háttvirtur þingmaður misskilji eitthvað frumvarpið. Það er ekki með þessu frumvarpi verið að leggja til jafn veigamiklar breytingar og mér heyrist háttvirtur þingmaður vera að reifa hér. Það er þannig í dag að héraðsdómar í tilteknum málum eru ekki birtir og í nokkuð mörgum málaflokkum. Hér er verið að leggja til að bætt verði við öðrum viðkvæmum málaflokkum. Þá er einnig verið að leggja það til að dómar séu nafnhreinsaðir í meira mæli en nú er gert. Það er vissulega veigamikil breyting,” sagði Sigríður. Það hafi verið misbrestur á að dómstólar hafi fylgt eigin reglum brotaþolum til hagsbóta. Því væri kallað eftir því af dómstólasýslunni að bragarbót verði gerð á. Þórhildur Sunna taldi þetta ekki nógu greinargóð svör. „Ég er ekkert að misskilja þetta frumvarp. Það kemur mjög skýrt fram í þessu frumvarpi að hætt skuli að nefna nöfn í öllum dómum sem varða sakamál. Bara hætta að birta nöfn allra sakamanna á Íslandi,” sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði vissulega gert ráð fyrir að nöfn verði ekki birt í dómum á netinu. Þannig væri það nú þegar í dag varðandi svívirðileg brot gegn börnum. Nöfn væru hins vegar birti á netinu í minniháttar málum. „Mér finnst það til umhugsunar og ég held að Alþingi ætti við þinglega meðferð þessa máls að velta því virkilega fyrir sér hvort það sé hlutverk ríkisvaldsins að fylgja refsingum með þeim hætti eftir út í hið óendanlega, út ævi dæmdra manna. Löngu eftir að þeir hafa afplánað og tekið út sína refsingu,” sagði Sigríður Andersen.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30 Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. 23. október 2018 18:30
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37