Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2018 09:59 Fjármálaráðherra er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta tölublaðs Stundarinnar, sem kom út í dag. Skjáskot „Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. Umfjöllunin telur 12 síður í nýjasta tímariti Stundarinnar. Í henni er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagður hafa leitt viðskipti „Engeyginga í meira mæli en komið hefur fram,“ að nafn frænda hans, Benedikts Jóhannessonar, megi finna í gögnunum og að afskriftir tengdar fjölskyldu þeirra nemi 130 milljörðum króna.Umfjöllunina má nálgast með því að smella hér.Stundin vann fréttir upp úr Glitnisgögnunum í aðdraganda alþingiskosninga síðasta árs. Glitnir HoldCo, þrotabú hins fallna Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina, tveimur vikum fyrir kosningarnar, sem sýslumaður féllst á. Síðan eru liðnir 375 dagar.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínTvö dómstig komust þó að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Glitnis HoldCo í febrúar síðastliðnum og var málinu áfrýjað til Landsréttar - sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn. Ekki liggur fyrir hvort Glitnir HoldCo hafi í hyggju að áfrýja málinu til Hæstaréttar, en fresturinn til þess eru fjórar vikur.Sjá einnig: „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Nýjasta tölublað Stundarinnar kom þó út þegar aðeins tæpar 3 vikur eru liðnar frá úrskurði Landsréttar. Forsvarsmenn blaðsins segja að engu að síður hafi verið ákveðið að halda umfjöllun úr gögnunum áfram og að ákvörðunin byggi á lögfræðilegum og siðferðislegum grunni.Lögin óuppfærð „Í fyrsta lagi kemur fram í lögum um kyrrsetningu og lögbann að þegar þrjár vikur eru liðnar frá synjun dómstóla falli lögbann niður. Þrjár vikur eru liðnar frá og með útgáfudegi þessa tölublaðs Stundarinnar,“ segir á vef blaðsins og bætt við að í lögbannslögum sé ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar. „Þannig kemur fram að lögbann haldist eftir áfrýjun til „æðri dóms“, en ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar felli hún úr gildi frá dómsuppsögu þar. Æðri dómur, Landsréttur, hefur þegar úrskurðað lögbannið ólögmætt, og er því samkvæmt óuppfærðum lögum um lögbann metið óþarft af lögmönnum Stundarinnar að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.“ Hvað siðferðisþáttinn varðar segja aðstandendur Stundarinnar að það geti vart talist réttlætanlegt að láta þrotabú banka stýra umfjöllun fjölmiðla. „[H]vað þá umfjöllunum sem renna stoðum undir að starfsmenn, eigendur og stórir viðskiptamenn bankans – þar á meðal einn valdamesti stjórnmálamaður landsins – hafi forðað persónulegum fjármunum sínum og komið þeim í var á sama tíma og þeir höfðu aðgengi að mikilvægum upplýsingum um alvarlegan vanda bankans.“Nánar má fræðast um málið á vef Stundarinnar. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
„Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. Umfjöllunin telur 12 síður í nýjasta tímariti Stundarinnar. Í henni er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagður hafa leitt viðskipti „Engeyginga í meira mæli en komið hefur fram,“ að nafn frænda hans, Benedikts Jóhannessonar, megi finna í gögnunum og að afskriftir tengdar fjölskyldu þeirra nemi 130 milljörðum króna.Umfjöllunina má nálgast með því að smella hér.Stundin vann fréttir upp úr Glitnisgögnunum í aðdraganda alþingiskosninga síðasta árs. Glitnir HoldCo, þrotabú hins fallna Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina, tveimur vikum fyrir kosningarnar, sem sýslumaður féllst á. Síðan eru liðnir 375 dagar.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínTvö dómstig komust þó að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Glitnis HoldCo í febrúar síðastliðnum og var málinu áfrýjað til Landsréttar - sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn. Ekki liggur fyrir hvort Glitnir HoldCo hafi í hyggju að áfrýja málinu til Hæstaréttar, en fresturinn til þess eru fjórar vikur.Sjá einnig: „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Nýjasta tölublað Stundarinnar kom þó út þegar aðeins tæpar 3 vikur eru liðnar frá úrskurði Landsréttar. Forsvarsmenn blaðsins segja að engu að síður hafi verið ákveðið að halda umfjöllun úr gögnunum áfram og að ákvörðunin byggi á lögfræðilegum og siðferðislegum grunni.Lögin óuppfærð „Í fyrsta lagi kemur fram í lögum um kyrrsetningu og lögbann að þegar þrjár vikur eru liðnar frá synjun dómstóla falli lögbann niður. Þrjár vikur eru liðnar frá og með útgáfudegi þessa tölublaðs Stundarinnar,“ segir á vef blaðsins og bætt við að í lögbannslögum sé ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar. „Þannig kemur fram að lögbann haldist eftir áfrýjun til „æðri dóms“, en ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar felli hún úr gildi frá dómsuppsögu þar. Æðri dómur, Landsréttur, hefur þegar úrskurðað lögbannið ólögmætt, og er því samkvæmt óuppfærðum lögum um lögbann metið óþarft af lögmönnum Stundarinnar að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.“ Hvað siðferðisþáttinn varðar segja aðstandendur Stundarinnar að það geti vart talist réttlætanlegt að láta þrotabú banka stýra umfjöllun fjölmiðla. „[H]vað þá umfjöllunum sem renna stoðum undir að starfsmenn, eigendur og stórir viðskiptamenn bankans – þar á meðal einn valdamesti stjórnmálamaður landsins – hafi forðað persónulegum fjármunum sínum og komið þeim í var á sama tíma og þeir höfðu aðgengi að mikilvægum upplýsingum um alvarlegan vanda bankans.“Nánar má fræðast um málið á vef Stundarinnar.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42
Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39