Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 14:19 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Vísir/Getty Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina. Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Eymd, ofbeldi, dauða, byssur og kynlíf er ekki að finna í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Þetta sagði Benedikt þegar hann tók við spurningum úr sal eftir að myndin hafði verið sýnd í Los Angeles í tengslum við kvikmyndaverðlaun bandaríska vefmiðilsins The Wrap á miðvikudag.The Wrap fjallar um það sem Benedikt hafði að segja eftir að myndin hafði verið sýnd en hann sagði að þrátt fyrir að í myndina vantaði ýmislegt sem væri nánast staðalbúnaður í stórmyndum í dag, þá væri myndin spennumynd sem kvikmyndagerðarmenn í Hollywood gætu lært margt af. Sagði Benedikt myndina vera um njósnir, skemmdarverk, innri djöfla manneskjunnar. Myndin segi frá aðgerðasinna í þágu náttúruverndar sem sé eltur af íslenskum stjórnvöldum og stórfyrirtækjum sem skaða umhverfið.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverk myndarinnar sem Benedikt Erlingsson leikstýrir.Vísir/GettyBenedikt sagði aðalsöguhetju myndarinnar í fylgd með þremur hljóðfæraleikurum sem elta hana um hlíðar, húsþök og heim til hennar. Sagði Benedikt að hann vildi óska að Hollywood-myndir gerðu meira af því. „Ímyndaðu þér Tom Cruise að bjarga heiminum með hljómsveit sér við hlið.“ Kona fer í stríð er framlag Íslendinga í flokk erlendra kvikmynda sem sækjast eftir tilnefningu til Óskarsverðlauna. Benedikt sagði við fjölmiðla að hann hefði sjálfur á sínum tíma verið aðgerðasinni og hlekkjað sig við hvalveiðibát til að koma í veg fyrir að hann héldi úr höfn til veiða. Hann segist hafa breytt um lífsstíl í dag til að reyna að verða umhverfisvænni. Hann hvetur stjórnmálamenn til að lofa fólki minna til að minnka álagið á jörðina.
Tengdar fréttir Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34 Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30 Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Kona fer í stríð hefur verið tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Myndinni er leikstýrt af Benedikti Erlingssyni. Þá er Hlynur Pálmason einnig tilnefndur fyrir Vetrarbræður. 21. ágúst 2018 13:34
Rambó skellir sér í skautbúning Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað. 31. maí 2018 10:30
Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. 1. júlí 2018 12:37
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein