Oflék stundum strákahlutverkið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Veiga segir húmorinn oft koma sér vel í samskiptum. "Ef karlmaður segir "blessaður“ við mig segi ég bara: "Sæl og blessuð!“ á móti og þá er hláturinn skammt undan.“ Fréttablaðið/Ernir Veiga Grétarsdóttir er transkona, hét áður Veigar Grétarsson. Mér fannst hún svo dimmrödduð í símanum og get því ekki orða bundist um hversu dömuleg hún er, þegar hún mætir í viðtalið á Kjarvalsstöðum. Hún hlær og dregur upp tvær myndir, aðra frá því í fyrra, hina fimm ára. Þær gætu eins verið af Fríðu og dýrinu. „Ég var aldrei sátt við myndir af mér, fólk segir að ég hafi verið myndarleg sem karlmaður en ég sá karlalega stelpu! Nú hefur hálsinn mjókkað um svona þrjá sentimetra og lærin eru orðin fimm, sex sentimetrum sverari. Hormónarnir,“ útskýrir hún brosandi.Leið þér eins og stelpu þó að líkaminn væri strákalegur? „Kannski ekki eins og stelpu. Ég hafði samt óstjórnlega þörf fyrir að klæða mig í kvenmannsföt en reyndi að bæla þær hvatir niður eins og ég gat og lét engan vita um þær. Ég eignaðist einhvern tíma kvenmannsföt en feluleikurinn var svo mikill að ég skrúfaði hátalarann minn í sundur og húsgögnin líka til að geyma þau þar inni. Ég held ég hafi verið að nálgast 25 ára aldurinn þegar ég heyrði orðið transgender í fyrsta skipti.“ Hún kveðst hafa leikið sér eins og týpískur strákur þegar hún var lítil. „Jú, ég átti barbídúkku og mér fannst mjög gaman að fá að vera með í saumaklúbbnum hennar mömmu, þá sat ég og prjónaði. Reyndar var ég alltaf dugleg í handavinnu, hvort sem það var teikning, saumar eða smíðar. Ég geri það sem mér dettur í hug, legg parkett og flísar, geri við bíla og sprauta. Strax fjórtán, fimmtán ára var ég byrjuð að gera við fyrir vini og kunningja í skúrnum hjá pabba, eins að sprauta bíla og mótorhjól. Held að ég hafi alltaf verið pabbastelpa, var bara fjögurra ára þegar ég var farin að brasa í skúrnum með honum.“ Veiga hefur farið með túrista um á kajökum á sumrin og var svo á skútunni Artika á Grænlandi nú í lok sumars við leiðsögn, bæði á kajak og í gönguferðum. Segir það eina bestu vinnu sem hún hafi komist í. „Þá var er ég bara í útivistargallanum allan tímann og ekkert að eyða tíma í sjálfa mig en þegar ég kom hingað heim var alveg kominn tími til að fríska aðeins upp á útlitið.“Ertu dálítið tvær manneskjur ennþá? „Veistu, ég hef pælt í þessu. Ég var ekki sátt í eigin skinni og langaði í kynleiðréttingarferli en á sama tíma hugsaði ég: Nei, þú getur ekkert verið kona því þér finnst svo gaman að skjóta og sigla og konur gera ekkert svoleiðis – sem er bara algjör þvæla. Þá var ég að reyna að bæla konuna í mér niður og telja mér trú um að ég væri eðlilegur karlmaður. En ég er bara manneskja með ákveðin áhugamál, sama hvað ég er með milli lappanna. Ég lít á mig sem konu – sem ég er og hef alltaf verið frá því ég fæddist en ég er auðvitað alin upp sem karlmaður og það markar líka hver ég er.“Veiga ætlar að nota tímann í vetur til að þjálfa sig og undirbúa hringferðina umhverfis Ísland.Hún segir hormónana hafa breytt ýmsu. „Ég er ekki eins sterk og ég var, ég finn mikinn mun á því. Er líka mun viðkvæmari, þarf minna til að fara að gráta en er miklu rólegri og afslappaðri. Þegar testósterónmagnið fór minnkandi fór ég að róast.“Aldrei verið eins hamingjusöm Veiga segir sína andlegu líðan mun betri eftir leiðréttinguna. „Ég hef aldrei átt eins lítið og þénað eins lítið en aldrei verið eins hamingjusöm. Ég hefði heldur aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag eins og ég var áður, hafði ekki sjálfstraust í það. Ég hefði aldrei getað farið í viðtal. Vildi ekki gifta mig og halda brúðkaupsveislu því ég þoldi ekki athygli. En næsta sumar er ég að fara að róa kajak kringum Ísland og þá mun Óskar Páll Sveinsson tæknimaður fylgja mér eftir og gera heimildarmynd um það ferðalag en líka um líf mitt og þær breytingar sem ég hef gengið gegnum. Kajakleiðangurinn mun taka mig um þrjá mánuði og ég ætla að reyna að leggja af stað í byrjun maí, eða um leið og veður leyfir.“ Veiga kveðst verða fyrsta íslenska konan, eftir því sem hún viti best, og fyrsta transmanneskjan í heiminum til að fara ein í svona stóran leiðangur á kajak. „Ég ætla að róa rangsælis, það hefur heldur enginn gert áður. Það er víst heldur erfiðara en að róa réttsælis, á nokkrum stöðum við landið þarf maður að tímasetja sig upp á strauma, ég á eftir að kynna mér það betur. Ég ákvað að kalla verkefnið Against The Current sem þýðist Á móti straumnum og heimildarmyndin mun heita það. Það er táknrænt því á margan hátt hef ég farið á móti straumnum alla ævi.“ Veiga bendir á að hún sé með Instagram sem heitir Against the current, þar sé hún byrjuð að setja inn myndir. Eins ætli hún að opna Facebook-síðu í kringum verkefnið og pæling sé að búa til heimasíðu líka. Hún ætlar að láta gott af sér leiða í ferðinni. „Ég er búin að halda þrjá fyrirlestra á Ísafirði um sjálfa mig og þá baráttu sem ég háði. Þeir hafa lukkast vel. Ég var bara manneskja sem leið ofboðslega illa, sá ekkert bjart fram undan og það getur hver sem er lent í því. Að ég er trans skiptir engu máli í því sambandi. Við erum manneskjur númer eitt, tvö og þrjú, sama hvers kyns við erum. Nú er ég komin í samstarf við Píeta-samtökin og ætla að safna áheitum fyrir þau í ferðinni. Þau berjast gegn sjálfsvígum. Það er málstaður sem snertir mig mikið því ég var nálægt því á tímabili að taka líf mitt. Ég stefni að því að halda átta eða níu fyrirlestra víðsvegar um landið. Píeta-fólk verður með mér á fundunum og ég vonast til að safna sem mestu fyrir samtök þess.“ Svona verkefni er bæði tímafrekt og dýrt og mun Veiga nota næstu mánuði í undirbúning fyrir næsta sumar. „Ég þarf að koma mér í gott form, skipuleggja ferðalagið og eins að safna styrkjum. Er nú þegar komin með nokkra góða styrktaraðila, þar á meðal Cintamani, Garminbúðina, Íslensku Alpana og Vélasöluna, líka tvo erlenda aðila sem eru Rockpool, þar fékk ég nýjan kajak, og svo mun ég fá árar frá fyrirtæki sem heitir Lendal. Það er ótrúlegt hvað fólk tekur vel í þetta hjá mér og ég er hrærð yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið.“Erfiðast að missa konuna Meðan Veiga hét Veigar átti hún konu og saman eiga þær sjö ára dóttur. Hún minnist þess hversu afbrýðisöm hún hafi verið þegar konan hennar var ófrísk og með telpuna á brjósti. „Þetta voru hlutir sem ég þráði að gera og þrái enn,“ segir hún. Þú framleiddir sem sagt það sem þurfti til að verða faðir hennar, segi ég og leyni ekki fávisku minni um undur náttúrunnar. „Já, já, ég á líka sautján ára son.“ Veiga segir fáa hafa vitað hvað hún var að glíma við. „Ég var reyndar búin að eiga tímabil þar sem ég skilgreindi mig sem klæðskipting, fór mikið á djammið um helgar, ég kynntist ákveðnum hópi af fólki í því og var búin að segja vissum vinum það.“ Hún kveðst hafa byrjað ferlið í Noregi, þar sem hún bjó frá 2012 til 2016. „Sálfræðingur minn þar, sem gerir ekkert annað en að sinna fólki í minni stöðu, segir að flestar transkonur þar fari í herinn til að blekkja sig og þykjast vera eitthvað annað en þær eru. Ég fór ekki í herinn en ég fór á skotvopnanámskeið til að geta farið að veiða í Noregi. Hafði stundað veiðar mikið hér heima og það var mín leið. Það eru til myndir af mér með blóðugar hendur, hreindýr á bakinu og étandi lifrina hráa. Þar var ég að ofleika strákahlutverkið og þykjast vera eitthvað annað en ég var. Það fattaði þetta enginn, enda var það auðvitað markmið hjá mér,“ segir Veiga. Sálarástand Veigu var oft slæmt, eins og hún lýsir. „Þetta tók allt svakalega á. Ég get sagt að ég hafi farið til helvítis og til baka. Ég var tvívegis ansi nálægt því að stytta mér aldur og hugsaði oft um það þar fyrir utan. Veit ekki hversu marga daga ég lá uppi í rúmi full angistar, allt var ömurlegt og enginn skildi mig. Konan var farin frá mér. Það var erfiðast af öllu – að missa konuna. Ég lenti í svakalegri ástarsorg.“Vissi hún að þú værir í röngum líkama? „Hún vissi að ég hafði verið að klæða mig upp en ekki að ég væri í röngum líkama enda var ég ekki búin að átta mig á því sjálf. Ég eyddi miklum tíma í að sannfæra mig um að ég væri ekki trans. Það endaði með því að konan mín sagði við mig að ég yrði að sætta mig við hver ég væri því ég yrði aldrei hamingjusöm annars. Þannig að ég fékk ofboðslegan stuðning frá henni og er henni ævinlega þakklát. Það var ekkert auðvelt fyrir hana að horfa á manninn sinn í svona miklu þunglyndi – og breytast í konu.“En þú fórst að hennar ráðum. „Já, sálfræðingur á norska ríkisspítalanum, þar sem ég byrjaði ferlið, var hræddur um að ég mundi sjá eftir því að fara þessa leið og ég vissi ekki hvernig ég ætti að segja honum það nógu skýrt að ég væri ákveðin. Svo ég sagði honum að ég hefði átt konu sem ég hefði getað dáið fyrir, nú væri hún farin.“ Enn kveðst Veiga bera sterkar tilfinningar til fyrrverandi konu sinnar. „Hún er besti vinur sem ég hef nokkurn tíma eignast og í dag get ég alltaf leitað til hennar – og öfugt. Ég held að við eigum báðar heiður skilinn fyrir hvað við eigum gott samband í dag og hvað við erum samstiga í uppeldi dóttur okkar.“Ólík framkoma við kynin Kynleiðréttingarferlið byrjaði í janúar 2014, fyrst hjá sálfræðingi, að sögn Veigu. „Ári síðar fór ég á hormónalyf og í nóvember 2015 í brjóstastækkun en í stóru aðgerðina í nóvember 2016. Síðan þá hef ég farið í tvær aðgerðir, þá seinni í desember í fyrra, þannig að það er ekki komið ár síðan,“ lýsir hún og segir aðgerðirnar gerðar hér á landi af tveimur læknum, Hannesi Sigurjónssyni og Höllu Fróðadóttur. En hvað fannst foreldrum hennar um þetta allt saman? „Þetta var auðvitað sjokk fyrir þau, búin að ala upp og umgangast strák í tæp 40 ár. Í dag finnst mér ég eiga betra samband við þau en áður og ég held að þau séu bara mjög sátt. Ég held að þau finni að þau eigi hamingjusamara barn.“Það hlýtur að vera lærdómsríkt að upplifa bæði karl- og kvenhlutverk, er það ekki? „Já, bara í samfélaginu. Áður var mér aldrei boðin aðstoð á bensínstöð þegar ég var að athuga olíuna á bílnum mínum í bænum, eða skipta um ljósaperu, en það eru breyttir tímar! En á Ísafirði get ég labbað inn á verkstæði eins og ég er og farið að tala um að plana hedd og slípa ventla, þeir þekkja mig, gaurarnir þar, og vita um minn bakgrunn. Það eru bæði kostir og gallar við að búa í litlu samfélagi. Mér finnst samfélagið á Ísafirði ofboðslega gott. Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað nokkra fordóma.“Líf Veigu snýst aðallega um að æfa sig á kajak þessa dagana og hún ætlar að nýta veturinn vel.Mynd/Pétur HilmarssonErtu ekki líka á góðum tíma? Það er dálítið búið að ryðja brautina. „Jú, jú, það vita margir af þessu en flestir sem ég ræði við um ferlið eru samt að tala við manneskju um slíkt í fyrsta skipti. Þeir hafa ekki kynnst því í nærumhverfinu.“ Tungumálið okkar er erfitt transfólki, eins og Veiga lýsir. „Það er allt kyngreint í íslenskunni, blessuð – blessaður – hann – hún, þreyttur – þreytt, svangur – svöng. Fólk sem er búið að þekkja mig alla ævi segir stundum „blessaður“. Það er bara vaninn. Ef karlmaður segir „blessaður“ segi ég bara „sæl og blessuð!“. Þá kveikir hann á perunni og við hlæjum. Það hjálpar að hafa húmor. Ég læt ekkert svona skemma fyrir mér daginn og geri mikið grín að sjálfri mér. Svona mánuði eftir aðgerðina þurfti ég að pissa og fór á klósettið, var eitthvað utan við mig, lyfti upp setunni og ætlaði að fara að pissa standandi en greip í tómt! Var búinn að gera þetta í tæp fjörutíu ár. Vaninn kikkaði inn en þetta gerist ekki lengur. Það er kominn nýr vani. En maður getur ekki búist við að aðrir venjist öllu strax.“Verður þú ástfangin af strákum núna? „Nei, konum. Það breytist ekkert hverjum þú hrífst af við svona ferli. Kynvitund og kynhneigð er ekki að það sama. Fólk fæðist gagnkynhneigt, samkynhneigt, tvíkynhneigt, alla vega og transfólk getur verið hvort sem er samkynhneigt eða gagnkynhneigt, nú eða tvíkynhneigt. Þetta er flókinn heimur.“Finnst þér þú falla inn í kvennahópa eða leitar transfólk í félagsskap hvert annars? „Ég á nokkrar transvinkonur hér í Reykjavík en umgengst alls konar fólk af öllum kynjum og hef aldrei átt eins margar stelpuvinkonur og núna. Ég lít á mig sem eina af stelpunum, sem ég er. Ein vinkona mín sem var í einhverju basli með manninn sinn spurði mig: „Nú ert þú búin að vera karl, hvernig hugsa karlar?“ Setti upp eitthvert ákveðið dæmi um aðstæður sem hún hafði lent í gagnvart manni. Ég sagði henni mína skoðun og þá kom til baka: „Oh, þú ert svo mikil kerling,“ sem ég auðvitað er, þannig að hún græddi ekkert á mér.“Ein með selum og fuglum Veiga er nýkomin frá Bretlandi þar sem hún var á kajaknámskeiði til að öðlast réttindi sem leiðsögumaður. „Ég ætla að leggja það fyrir mig sem framtíðarvinnu að vera leiðsögumaður á kajak en í vetur verð ég í fyrirtækinu Skaginn 3X stál, það framleiðir ýmiss konar búnað fyrir fiskvinnslu og togara. Verð bara að sjóða og smíða, það kann ég,“ segir Veiga sem hefur unnið við rennismíði í 20 ár. Um skeið kveðst Veiga hafa unnið á elliheimili í Noregi og líkað vel. „Ég prufaði líka, þegar ég lifði sem karlmaður, að læra förðun og vann við það á tímabili í aukavinnu, í Make Up Store, meðal annars. Eins prjóna ég, hjóla og skíða á veturna og ræ kajak allt árið, það jafnast á við góða hugleiðslu þar sem ég er kannski ein með selum, fuglum og stundum hvölum.“ Hún sýnir mér myndir af hvalavöðu sem hún reri innan um út af Ströndunum í sumar. „Þetta voru 30 til 40 stykki. Sá sem kom næst mér var svona hálfan metra frá mér og einn fór undir bátinn.“Ertu aldrei hrædd? „Nei, ekki get ég sagt það, þó hefur alveg farið um mig en þá þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa, það er það sem líf mitt snýst um þessa dagana.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir er transkona, hét áður Veigar Grétarsson. Mér fannst hún svo dimmrödduð í símanum og get því ekki orða bundist um hversu dömuleg hún er, þegar hún mætir í viðtalið á Kjarvalsstöðum. Hún hlær og dregur upp tvær myndir, aðra frá því í fyrra, hina fimm ára. Þær gætu eins verið af Fríðu og dýrinu. „Ég var aldrei sátt við myndir af mér, fólk segir að ég hafi verið myndarleg sem karlmaður en ég sá karlalega stelpu! Nú hefur hálsinn mjókkað um svona þrjá sentimetra og lærin eru orðin fimm, sex sentimetrum sverari. Hormónarnir,“ útskýrir hún brosandi.Leið þér eins og stelpu þó að líkaminn væri strákalegur? „Kannski ekki eins og stelpu. Ég hafði samt óstjórnlega þörf fyrir að klæða mig í kvenmannsföt en reyndi að bæla þær hvatir niður eins og ég gat og lét engan vita um þær. Ég eignaðist einhvern tíma kvenmannsföt en feluleikurinn var svo mikill að ég skrúfaði hátalarann minn í sundur og húsgögnin líka til að geyma þau þar inni. Ég held ég hafi verið að nálgast 25 ára aldurinn þegar ég heyrði orðið transgender í fyrsta skipti.“ Hún kveðst hafa leikið sér eins og týpískur strákur þegar hún var lítil. „Jú, ég átti barbídúkku og mér fannst mjög gaman að fá að vera með í saumaklúbbnum hennar mömmu, þá sat ég og prjónaði. Reyndar var ég alltaf dugleg í handavinnu, hvort sem það var teikning, saumar eða smíðar. Ég geri það sem mér dettur í hug, legg parkett og flísar, geri við bíla og sprauta. Strax fjórtán, fimmtán ára var ég byrjuð að gera við fyrir vini og kunningja í skúrnum hjá pabba, eins að sprauta bíla og mótorhjól. Held að ég hafi alltaf verið pabbastelpa, var bara fjögurra ára þegar ég var farin að brasa í skúrnum með honum.“ Veiga hefur farið með túrista um á kajökum á sumrin og var svo á skútunni Artika á Grænlandi nú í lok sumars við leiðsögn, bæði á kajak og í gönguferðum. Segir það eina bestu vinnu sem hún hafi komist í. „Þá var er ég bara í útivistargallanum allan tímann og ekkert að eyða tíma í sjálfa mig en þegar ég kom hingað heim var alveg kominn tími til að fríska aðeins upp á útlitið.“Ertu dálítið tvær manneskjur ennþá? „Veistu, ég hef pælt í þessu. Ég var ekki sátt í eigin skinni og langaði í kynleiðréttingarferli en á sama tíma hugsaði ég: Nei, þú getur ekkert verið kona því þér finnst svo gaman að skjóta og sigla og konur gera ekkert svoleiðis – sem er bara algjör þvæla. Þá var ég að reyna að bæla konuna í mér niður og telja mér trú um að ég væri eðlilegur karlmaður. En ég er bara manneskja með ákveðin áhugamál, sama hvað ég er með milli lappanna. Ég lít á mig sem konu – sem ég er og hef alltaf verið frá því ég fæddist en ég er auðvitað alin upp sem karlmaður og það markar líka hver ég er.“Veiga ætlar að nota tímann í vetur til að þjálfa sig og undirbúa hringferðina umhverfis Ísland.Hún segir hormónana hafa breytt ýmsu. „Ég er ekki eins sterk og ég var, ég finn mikinn mun á því. Er líka mun viðkvæmari, þarf minna til að fara að gráta en er miklu rólegri og afslappaðri. Þegar testósterónmagnið fór minnkandi fór ég að róast.“Aldrei verið eins hamingjusöm Veiga segir sína andlegu líðan mun betri eftir leiðréttinguna. „Ég hef aldrei átt eins lítið og þénað eins lítið en aldrei verið eins hamingjusöm. Ég hefði heldur aldrei getað gert það sem ég er að gera í dag eins og ég var áður, hafði ekki sjálfstraust í það. Ég hefði aldrei getað farið í viðtal. Vildi ekki gifta mig og halda brúðkaupsveislu því ég þoldi ekki athygli. En næsta sumar er ég að fara að róa kajak kringum Ísland og þá mun Óskar Páll Sveinsson tæknimaður fylgja mér eftir og gera heimildarmynd um það ferðalag en líka um líf mitt og þær breytingar sem ég hef gengið gegnum. Kajakleiðangurinn mun taka mig um þrjá mánuði og ég ætla að reyna að leggja af stað í byrjun maí, eða um leið og veður leyfir.“ Veiga kveðst verða fyrsta íslenska konan, eftir því sem hún viti best, og fyrsta transmanneskjan í heiminum til að fara ein í svona stóran leiðangur á kajak. „Ég ætla að róa rangsælis, það hefur heldur enginn gert áður. Það er víst heldur erfiðara en að róa réttsælis, á nokkrum stöðum við landið þarf maður að tímasetja sig upp á strauma, ég á eftir að kynna mér það betur. Ég ákvað að kalla verkefnið Against The Current sem þýðist Á móti straumnum og heimildarmyndin mun heita það. Það er táknrænt því á margan hátt hef ég farið á móti straumnum alla ævi.“ Veiga bendir á að hún sé með Instagram sem heitir Against the current, þar sé hún byrjuð að setja inn myndir. Eins ætli hún að opna Facebook-síðu í kringum verkefnið og pæling sé að búa til heimasíðu líka. Hún ætlar að láta gott af sér leiða í ferðinni. „Ég er búin að halda þrjá fyrirlestra á Ísafirði um sjálfa mig og þá baráttu sem ég háði. Þeir hafa lukkast vel. Ég var bara manneskja sem leið ofboðslega illa, sá ekkert bjart fram undan og það getur hver sem er lent í því. Að ég er trans skiptir engu máli í því sambandi. Við erum manneskjur númer eitt, tvö og þrjú, sama hvers kyns við erum. Nú er ég komin í samstarf við Píeta-samtökin og ætla að safna áheitum fyrir þau í ferðinni. Þau berjast gegn sjálfsvígum. Það er málstaður sem snertir mig mikið því ég var nálægt því á tímabili að taka líf mitt. Ég stefni að því að halda átta eða níu fyrirlestra víðsvegar um landið. Píeta-fólk verður með mér á fundunum og ég vonast til að safna sem mestu fyrir samtök þess.“ Svona verkefni er bæði tímafrekt og dýrt og mun Veiga nota næstu mánuði í undirbúning fyrir næsta sumar. „Ég þarf að koma mér í gott form, skipuleggja ferðalagið og eins að safna styrkjum. Er nú þegar komin með nokkra góða styrktaraðila, þar á meðal Cintamani, Garminbúðina, Íslensku Alpana og Vélasöluna, líka tvo erlenda aðila sem eru Rockpool, þar fékk ég nýjan kajak, og svo mun ég fá árar frá fyrirtæki sem heitir Lendal. Það er ótrúlegt hvað fólk tekur vel í þetta hjá mér og ég er hrærð yfir þeim stuðningi sem ég hef fengið.“Erfiðast að missa konuna Meðan Veiga hét Veigar átti hún konu og saman eiga þær sjö ára dóttur. Hún minnist þess hversu afbrýðisöm hún hafi verið þegar konan hennar var ófrísk og með telpuna á brjósti. „Þetta voru hlutir sem ég þráði að gera og þrái enn,“ segir hún. Þú framleiddir sem sagt það sem þurfti til að verða faðir hennar, segi ég og leyni ekki fávisku minni um undur náttúrunnar. „Já, já, ég á líka sautján ára son.“ Veiga segir fáa hafa vitað hvað hún var að glíma við. „Ég var reyndar búin að eiga tímabil þar sem ég skilgreindi mig sem klæðskipting, fór mikið á djammið um helgar, ég kynntist ákveðnum hópi af fólki í því og var búin að segja vissum vinum það.“ Hún kveðst hafa byrjað ferlið í Noregi, þar sem hún bjó frá 2012 til 2016. „Sálfræðingur minn þar, sem gerir ekkert annað en að sinna fólki í minni stöðu, segir að flestar transkonur þar fari í herinn til að blekkja sig og þykjast vera eitthvað annað en þær eru. Ég fór ekki í herinn en ég fór á skotvopnanámskeið til að geta farið að veiða í Noregi. Hafði stundað veiðar mikið hér heima og það var mín leið. Það eru til myndir af mér með blóðugar hendur, hreindýr á bakinu og étandi lifrina hráa. Þar var ég að ofleika strákahlutverkið og þykjast vera eitthvað annað en ég var. Það fattaði þetta enginn, enda var það auðvitað markmið hjá mér,“ segir Veiga. Sálarástand Veigu var oft slæmt, eins og hún lýsir. „Þetta tók allt svakalega á. Ég get sagt að ég hafi farið til helvítis og til baka. Ég var tvívegis ansi nálægt því að stytta mér aldur og hugsaði oft um það þar fyrir utan. Veit ekki hversu marga daga ég lá uppi í rúmi full angistar, allt var ömurlegt og enginn skildi mig. Konan var farin frá mér. Það var erfiðast af öllu – að missa konuna. Ég lenti í svakalegri ástarsorg.“Vissi hún að þú værir í röngum líkama? „Hún vissi að ég hafði verið að klæða mig upp en ekki að ég væri í röngum líkama enda var ég ekki búin að átta mig á því sjálf. Ég eyddi miklum tíma í að sannfæra mig um að ég væri ekki trans. Það endaði með því að konan mín sagði við mig að ég yrði að sætta mig við hver ég væri því ég yrði aldrei hamingjusöm annars. Þannig að ég fékk ofboðslegan stuðning frá henni og er henni ævinlega þakklát. Það var ekkert auðvelt fyrir hana að horfa á manninn sinn í svona miklu þunglyndi – og breytast í konu.“En þú fórst að hennar ráðum. „Já, sálfræðingur á norska ríkisspítalanum, þar sem ég byrjaði ferlið, var hræddur um að ég mundi sjá eftir því að fara þessa leið og ég vissi ekki hvernig ég ætti að segja honum það nógu skýrt að ég væri ákveðin. Svo ég sagði honum að ég hefði átt konu sem ég hefði getað dáið fyrir, nú væri hún farin.“ Enn kveðst Veiga bera sterkar tilfinningar til fyrrverandi konu sinnar. „Hún er besti vinur sem ég hef nokkurn tíma eignast og í dag get ég alltaf leitað til hennar – og öfugt. Ég held að við eigum báðar heiður skilinn fyrir hvað við eigum gott samband í dag og hvað við erum samstiga í uppeldi dóttur okkar.“Ólík framkoma við kynin Kynleiðréttingarferlið byrjaði í janúar 2014, fyrst hjá sálfræðingi, að sögn Veigu. „Ári síðar fór ég á hormónalyf og í nóvember 2015 í brjóstastækkun en í stóru aðgerðina í nóvember 2016. Síðan þá hef ég farið í tvær aðgerðir, þá seinni í desember í fyrra, þannig að það er ekki komið ár síðan,“ lýsir hún og segir aðgerðirnar gerðar hér á landi af tveimur læknum, Hannesi Sigurjónssyni og Höllu Fróðadóttur. En hvað fannst foreldrum hennar um þetta allt saman? „Þetta var auðvitað sjokk fyrir þau, búin að ala upp og umgangast strák í tæp 40 ár. Í dag finnst mér ég eiga betra samband við þau en áður og ég held að þau séu bara mjög sátt. Ég held að þau finni að þau eigi hamingjusamara barn.“Það hlýtur að vera lærdómsríkt að upplifa bæði karl- og kvenhlutverk, er það ekki? „Já, bara í samfélaginu. Áður var mér aldrei boðin aðstoð á bensínstöð þegar ég var að athuga olíuna á bílnum mínum í bænum, eða skipta um ljósaperu, en það eru breyttir tímar! En á Ísafirði get ég labbað inn á verkstæði eins og ég er og farið að tala um að plana hedd og slípa ventla, þeir þekkja mig, gaurarnir þar, og vita um minn bakgrunn. Það eru bæði kostir og gallar við að búa í litlu samfélagi. Mér finnst samfélagið á Ísafirði ofboðslega gott. Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað nokkra fordóma.“Líf Veigu snýst aðallega um að æfa sig á kajak þessa dagana og hún ætlar að nýta veturinn vel.Mynd/Pétur HilmarssonErtu ekki líka á góðum tíma? Það er dálítið búið að ryðja brautina. „Jú, jú, það vita margir af þessu en flestir sem ég ræði við um ferlið eru samt að tala við manneskju um slíkt í fyrsta skipti. Þeir hafa ekki kynnst því í nærumhverfinu.“ Tungumálið okkar er erfitt transfólki, eins og Veiga lýsir. „Það er allt kyngreint í íslenskunni, blessuð – blessaður – hann – hún, þreyttur – þreytt, svangur – svöng. Fólk sem er búið að þekkja mig alla ævi segir stundum „blessaður“. Það er bara vaninn. Ef karlmaður segir „blessaður“ segi ég bara „sæl og blessuð!“. Þá kveikir hann á perunni og við hlæjum. Það hjálpar að hafa húmor. Ég læt ekkert svona skemma fyrir mér daginn og geri mikið grín að sjálfri mér. Svona mánuði eftir aðgerðina þurfti ég að pissa og fór á klósettið, var eitthvað utan við mig, lyfti upp setunni og ætlaði að fara að pissa standandi en greip í tómt! Var búinn að gera þetta í tæp fjörutíu ár. Vaninn kikkaði inn en þetta gerist ekki lengur. Það er kominn nýr vani. En maður getur ekki búist við að aðrir venjist öllu strax.“Verður þú ástfangin af strákum núna? „Nei, konum. Það breytist ekkert hverjum þú hrífst af við svona ferli. Kynvitund og kynhneigð er ekki að það sama. Fólk fæðist gagnkynhneigt, samkynhneigt, tvíkynhneigt, alla vega og transfólk getur verið hvort sem er samkynhneigt eða gagnkynhneigt, nú eða tvíkynhneigt. Þetta er flókinn heimur.“Finnst þér þú falla inn í kvennahópa eða leitar transfólk í félagsskap hvert annars? „Ég á nokkrar transvinkonur hér í Reykjavík en umgengst alls konar fólk af öllum kynjum og hef aldrei átt eins margar stelpuvinkonur og núna. Ég lít á mig sem eina af stelpunum, sem ég er. Ein vinkona mín sem var í einhverju basli með manninn sinn spurði mig: „Nú ert þú búin að vera karl, hvernig hugsa karlar?“ Setti upp eitthvert ákveðið dæmi um aðstæður sem hún hafði lent í gagnvart manni. Ég sagði henni mína skoðun og þá kom til baka: „Oh, þú ert svo mikil kerling,“ sem ég auðvitað er, þannig að hún græddi ekkert á mér.“Ein með selum og fuglum Veiga er nýkomin frá Bretlandi þar sem hún var á kajaknámskeiði til að öðlast réttindi sem leiðsögumaður. „Ég ætla að leggja það fyrir mig sem framtíðarvinnu að vera leiðsögumaður á kajak en í vetur verð ég í fyrirtækinu Skaginn 3X stál, það framleiðir ýmiss konar búnað fyrir fiskvinnslu og togara. Verð bara að sjóða og smíða, það kann ég,“ segir Veiga sem hefur unnið við rennismíði í 20 ár. Um skeið kveðst Veiga hafa unnið á elliheimili í Noregi og líkað vel. „Ég prufaði líka, þegar ég lifði sem karlmaður, að læra förðun og vann við það á tímabili í aukavinnu, í Make Up Store, meðal annars. Eins prjóna ég, hjóla og skíða á veturna og ræ kajak allt árið, það jafnast á við góða hugleiðslu þar sem ég er kannski ein með selum, fuglum og stundum hvölum.“ Hún sýnir mér myndir af hvalavöðu sem hún reri innan um út af Ströndunum í sumar. „Þetta voru 30 til 40 stykki. Sá sem kom næst mér var svona hálfan metra frá mér og einn fór undir bátinn.“Ertu aldrei hrædd? „Nei, ekki get ég sagt það, þó hefur alveg farið um mig en þá þýðir ekkert annað en að halda áfram að æfa, það er það sem líf mitt snýst um þessa dagana.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira