Innblásinn af Áslaugu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2018 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu. Mynd/Samsett „Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12