Innblásinn af Áslaugu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2018 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu. Mynd/Samsett „Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12