Talar af einlægni og vill ekki klæmast: „Heiður að fá svona umsögn frá Ara“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2018 14:30 Jakob Birgisson sló í gegn sem uppistandari um helgina. vísir/vilhelm „Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið. Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
„Þetta kom mér svolítið á óvart og ég átti ekki alveg von á svona góðum viðtökum,“ segir uppistandarinn tvítugi Jakob Birgisson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en grínistinn Ari Eldjárn var afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu um helgina. Jakob er stjórnmálafræðinemi og hélt sitt fyrsta opinbera uppstand á Hard Rock Café á föstudagskvöldið. Ari jós Jakob lofi á Twitter-reikningi sínum eftir að hafa hlýtt á uppistand hins síðarnefnda og sagðist aldrei hafa séð „annað eins talent“. „Ég var nokkuð öruggur með þetta efni og vissi alveg að þetta myndi alveg ganga fínt fyrir sig, en þetta var rosalegt. Að vakna daginn eftir og það er komin frétt á Vísi og svona. Auðvitað er það bara rosalegur heiður að fá svona umsögn frá Ara Eldjárn. Ég sá hann í salnum og hann skellihló allan tímann.“Ari vinalegur Jakob segist ekki hafa stressast upp þegar hann sá Ara í salnum. „Hann er svo vinalegur og hefur þessa nærveru að hann er strax einhvern veginn orðinn vinur manns. Það var bara gott að hafa hann í salnum.“Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við hjá Jakobi þar sem hann býr úti á Seltjarnarnesi.vísir/vilhelmHann segist hafa flutt sitt fyrsta uppistand í tíunda bekk í Hagaskóla. „Þetta var í raun einhverskonar uppistandsgjörningur fyrir Skrekksatriði og í framhaldinu á því fór ég að vera kynnir á söngkeppnum í MR og lagði mjög mikið upp úr því að semja efni milli atriða.“ Jakob segist tala af einlægni í sínu uppstandi og töluvert um fjölskyldu sína. Móðir hans er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég tala um mömmu og pabba og mikið um frænda minn. Þau eru í Bandaríkjunum núna í ár og geta ekkert varið sig, sem er bara fínt. Svo tala ég svolítið um stjórnmál,“ segir Jakob.Vill að hver sem er geti mætt Hann sagði frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að selst hafi upp á sýninguna á aðeins tveimur dögum. „Ég reyni að smíða efnið mitt þannig að hver sem er getur gengið inn í salinn og haft gaman af.“ Jakob segist minna fara út í brandara sem sumir myndu telja óviðeigandi „Þetta var svolítið stórt stökk fyrir mig þegar ég ákvað núna í september að halda sýningu. Ég hugsaði bara að ég ætlaði að vera með sýningu í fjörutíu mínútur á sviði og ég hef aldrei flutt svona langt. Hef bara verið í afmæli hjá félaga mínu og í afmæli hjá mömmu minni verið með einhvern korter. Það er erfitt að setja niður og fara semja grín og mér finnst þetta mest gerast þegar ég er í göngutúr eða í skólanum. Þetta verður oft til bara í samtölum og allt í einu er ég kominn með brandara.“ Hann segist oft taka upp mögulega brandara á símann sinn og reynir síðan að þróa þá. Mikið hefur verð haft samband við Jakob um helgina og hefur hann verið bókaður í gigg út í bæ. „Ég held klárlega að það sé málið að reyna halda aðra sýningu og ég fer að huga að því á næstu dögum.“ Hér að neðan má hlusta á innslagið.
Uppistand Tengdar fréttir Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45 Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Þreytir frumraun sína í uppistandi fyrir fullum sal á Hard Rock Jakob Birgisson, tvítugur stjórnmálafræðinemi og fjöllistamaður, mun halda sitt fyrsta uppistand á Hard Rock Café í lok þessa mánaðar. 8. október 2018 12:45
Ari Eldjárn hefur aldrei séð „annað eins talent“ Grínistinn Ari Eldjárn er afar ánægður með nýjan starfsbróður sinn, hinn tvítuga Jakob Birgisson, sem stimplaði sig rækilega inn í íslenska uppistandssenu í gær. 27. október 2018 09:19