Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 19:00 Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór. Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór.
Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30
Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30
Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37