Brynjar: Þurfum að láta dómarana vera Árni Jóhannsson skrifar 11. október 2018 23:15 Brynjar fór í herbúðir Tindastóls í sumar vísir/bára Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Tindastóll hafði betur gegn Val í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Bikarmeistararnir unnu leikinn með 20 stigum, 73-93. „Í fyrsta lagi þá þurftum við að láta dómarana vera, við vorum fullmikið að pirra okkur á hlutum sem við stjórnum ekki“, sagði Brynjar Þór Björnsson leikmaður Tindastóls um hvað hafi verið talað um í hálfleik í búningsklefanum sem varð til þess að Tindastóll valtaði yfir Val í seinni hálfleik. „Ég sjálfur og fleiri vorum að einblína á mistökin sem við vorum að gera og það er oft þannig að ef það koma neikvæðar hugsanir þá gerast neikvæðir hlutir. Við byrjuðum frekar rólega en þegar leið á þá fannst mér boltahreyfingin koma og við fundum opnu skotin og þegar það gerist þá gerast hlutirnir. Mér fannst að varnarleikurinn hafa verið svo mjög flottur“. Brynjar var spurður að því hvernig honum liði í hinum vínrauða búning en liðið er mjög vel mannað og því ætti að vera þægilegt að komast inn í hlutina. „Það er mjög gaman og það eru frábærir erlendir leikmenn þarna og svo frábærir íslenskir leikmenn líka. Þeir vilja vinna og vilja gera þetta saman og eins og ég sagði einhversstaðar þá er enginn hálfviti í þessu liði. Boltahreyfingin er til staðar og varnarlega erum við að vinna saman og þegar hlutirnir eru þannig þá gerast góðir hlutir. Ég tel okkur eiga framtíðina fyrir okkur á þessu ári“. Að lokum var Brynjar spurður útí í hvar hann teldi liðið vera statt á þessum tímapunkti „Það er engin spurning að það er nóg eftir í að við verðum fullmótað lið. Við eigum eftir að spila á móti Stjörnunni, Keflavík og Njarðvík og með fullri virðingu fyrir Val og Þór Þorlákshöfn þá er þeim spáð 9. og 10. sæti og eigum við að vinna þessi lið. Við eigum Hauka næst og eigum við að vinna þá líka. Svo spilum við við Njarðvík og það er fyrsta stóra prófið hjá okkur. Njarðvík er með frábæra leikmenn og góðan strúktúr og breiðan hóp þannig að ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og hlakka til að upplifa körfuboltaveturinn á Króknum“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 73-93 │Tindastóll of stór biti fyrir Valsmenn Bikarmeistarar Tindastóls sóttu stigin á Hlíðarenda í kvöld og höfðu lítið fyrir því. 11. október 2018 22:00