Gríðarleg vinna að taka stöðuna á leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15
Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00
Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti