Lýsa furðu sinni á aðdróttunum Símans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 10:59 Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna. Fréttablaðið/Pjetur Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15