Sverrir Þór: Fengum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue höllinni skrifar 12. október 2018 22:39 Sverrir Þór var ánægður með sigur sinna manna Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Íslandsmeisturum KR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt frá upphafi til enda og hefði sigurinn getað dottið báðum meginn. „Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir á köflum en við vorum að gera fullt af mistökum varnarlega og gefa þeim auðveld skot. Þeir eru auðvitað með svo góða leikmenn að þeir refsa fyrir það. Síðan smellur þetta hjá okkur. Við förum að vinna betur saman varnarlega og fáum svakalega skotsýningu frá Reggie Dupree sem er geggjuð skot og á að skjóta meira, hann veit það best sjálfur. Hann setti þrjá í röð og setti tóninn. Margt jákvætt í þessu en fullt af hlutum sem við getum lagað.“ Reggie átti ekki frábæran leik framan af í kvöld en hrökk svo hressilega í gang um miðbik fjórða leikhluta og kom Keflavík yfir með þremur þristum í röð. Þristarnir komu með mikla stemmningu inn í Keflavíkurliðið, sem og í stuðningsmenn liðsins og sigldu þeir sigrinum heim í kjölfarið. Sverrir segir það hafa verið mikilvægt að fá Reggie í gang í lokaleikhlutanum. „Algjörlega. Við vorum rosalega mikið að leita af Craion. Hann var svolítið óheppinn, það var að leka svolítið upp úr hjá honum og við gerðumst hálfgerðir áhorfendur í stað þess að finna möguleika fyrir skot.“ Leikjaprógram Keflvíkinga í upphafi tímabils er gríðarlega erfitt. Þeir töpuðu naumlega gegn Njarðvík í fyrstu umferð og lentu svo aftur í hörkuleik í kvöld. Næstu andstæðingar eru svo Grindavík, Stjarnan og ÍR. Sverrir segir það mikilvægt að ná í svona góðan sigur í þessari erfiðu törn. „Að sjálfsögðu. Það var sárt að tapa inn í Njarðvík í leik sem vantaði örlítið upp á að við hefðum klárað þá. Svo er aftur svona núna. Við vorum undir þegar nokkrar mínútur voru eftir en náum að komast yfir og landa þessu. Auðvitað er það mikilvægt.“ Javier Mugica Seco, nýjasti leikmaður Keflvíkinga gat ekki leikið með liðinu í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild. Spánverjinn gekk til liðs við félagið á dögunum en hann fékk ekki leikheimild þar sem frídagur var á Spáni í dag og allar skrifstofur lokaðar. „Þetta er tveggja metra strákur, fjölhæfur og mikill reynslubolti. Hann er bara búinn að vera á einni æfingu með okkur en hefur átt flottan ferill. Ég er bjartsýnn á að hann komi hingað inn og hjálpi okkur helling.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira