"Enginn hefur gert þetta í mannkynssögunni“ Hersir Aron Ólafsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 12. október 2018 23:19 Líklega hafa fá alþjóðleg fréttamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár heldur en björgunarafrekið í Tælandi í sumar þar sem tólf fótboltastrákum og þjálfara þeirra var bjargað af lítilli syllu djúpt inn í helli fullum af vatni. Heimsbyggðin öll fagnaði ákaft þegar fréttist að tveir hellakafarar hefðu fundið drengina alla sem hafði verið saknað í rúma viku heila á húfi fjóra kílómetra frá hellismunnanum. Annar þessara kafara er bretinn Rick Stanton. „Allt snýst um hellaköfun hjá mér. Ég hef stundað hana alla tíða frá átján ára aldri. Af miklum móð. Þess vegna hef ég þróað hæfileika sem hafa verið nýttir í björgunaraðgerðum. Ég er ekki björgunarkafari. Það vill bara svo til að ég hef verið kallaður til. Það hefur gengið vel svo það heldur áfram. Þetta er ekki atvinna. Við erum bara ræstir út þegar mikið liggur við. Þetta eru einstakir hæfileikar,“ segir Stanton. En þetta áhugamál er ekki eins og að fara í golf heldur er þetta krefjandi áhugamál. „Tvímælalaust. Þetta er öfgakennd útgáfa af hellaleiðöngrum. Í sumum hellum vorum við í lengstu hellaköfun heims. Tæpir tíu kílómetrar neðan sjávar á mýmörgum svæðum. Við tjöldum í hellunum, verjum nokkrum dögum þar. Það er öfgakennda útgáfan. Við erum því vanir að bera búnað neðanjarðar og lærum ýmsa hæfni. Hún nýtist öll í björgunarleiðangri,“ segir Stanton.Byrjaði að kafa átján ára gamall Stanton byrjaði að kafa í hellum þegar að hann var aðeins átján ára gamall. „Ég var átján ára og í námi. Það var áfangi um hellaleiðangra og hellaköfun í Bretlandi þar sem ég bý. Móðir mín sagði að þetta væri áhugavert, kannski ættirðu að skoða þetta. Ég horfði á þetta og tengdi strax. Ekki bara við hellaköfunina heldur lífsstílinn. Þetta hefur stjórnað lífi mínu síðan. Þetta snýst ekki um spennu. Ef maður er spenntur gerir maður þetta vitlaust. Þetta er yfirvegað og úthugsað. Spennan felst í að kanna. Ekki hættan. Spennan felst í að kanna og fara þangað sem enginn hefur farið,“ segir Stanton. Það er óhætt að segja að Rick og samlandi hans John Volanthen hafi haldið á ótroðnar slóðir þegar þeir voru beðnir um að taka þátt í leitinni að drengjunum. „Við vorum kallaðir til af breskum hellasérfræðingi sem var þar frá upphafi. Við vorum fólk sem gat starfað í þessu umhverfi. Það var annað fólk sem gat lagt línuna en mjög fáir sem gátu starfað og lagt línu í þessum aðstæðum. Við vissum af þessu áður en við vorum kallaðir til. Við John höfðum rætt að við þyrftum að fara þangað. Hæfni okkar gat nýst í þessu máli. Það var mjög eðlilegt að við færum þangað. Enginn hefur gert þetta í mannkynssögunni. Enginn hefur æft fyrir þetta. Ef þetta kæmi fyrir í hvaða landi sem er. Ég veit að það eru ekki náttúrulegir hellar á Íslandi. Ef þetta kæmi fyrir í hvaða landi sem er, jafnvel í löndum með hellabjörgunarsveit eins og í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum. Fólk væri ráðalaust,“ segir Stanton. Tælensku drengirnir fóru inn í hellinn þann 23. júní og lentu í sjálfheldu þegar hann fylltist af vatni í miklum rigningum. Þar biðu þeir á milli vonar og ótta þar til 2. júlí þegar Rick og John komu upp úr vatninu. „Við lögðum línuna og hún var að klárast. Næstum við enda þess sem við töldum mögulegt þann dag. Við komum upp í rás sem er hálffull af vatni. Við syntum með fram henni og ræddum málin. Ég fann lyktina af þeim. Við ræddum málin. Við vissum ekki í hvaða ástandi fólkið yrði. Hvort það væri á lifi eða hvort það væri allt þarna. Það var hugsanlega dreift um hellinn. Þeir komu allir þrettán niður. Ótrúlegt. Í hellaköfun er maður yfirleitt á gólfinu. Það er auðveldara. En við fórum upp í öll loftgöt og reyndum að finna lykt af manneskjum. Lyktin var mjög sterk. Við þurftum að segja þeim að við færum ekki með þá út. Við vissum ekki hvernig við ætluðum að ná þeim út. En við sögðum þeim að fjölmargir kæmu til þeirra. Þeir sáu augljóslega að við vorum með sérstakan búnað. Þeir sáu að við gengum ekki til þeirra. Þeir vissu vel að við gengum ekki inn og að þeir gætu ekki gengið út,“ segir Stanton.Aðgerðin breyttist eftir að drengirnir fundust Aðgerðin breyttist talsvert eftir að Stanton og John fundu drengina. „Það breyttist allt. Þetta var leit en breyttist í björgunaraðgerð,“ segir Stanton. Mörg þúsund manns komu að björguninni en það þurfti að stýra aðgerðum, dæla vatni úr hellinum, ferja súrefniskúta og veita fjölmiðlum upplýsingar og svo framvegis. Stanton og Volanthen voru hins vegar í eldlínunni ásamt alþjóðlegum hópi sem þurfti að finna leið til að koma drengjunum út. „Ímyndaðu þér að þú bindir fyrir augun á þér, skríðir um herbergið, rekir höfuðið í og vitir ekki hvar hindranirnar eru. Og þú getur ekki andað. Þú treystir algjörlega á búnað til að fá súrefni og ljós. Ég einbeitti mér að verkefninu. Við myndum aldrei gera neitt fáránlega hættulegt en það voru líf í húfi. Við vissum það ekki fyrr en við fundum þá. Maður þarf að gera ráð fyrir því. Maður leggur allt á sig. En maður reynir alltaf að fara varlega. Þetta er hættulegt umhverfi. Hvernig maður bregst við umhverfinu er hættulegt. Þótt eitthvað sé hættulegt þarf maður ekki að gera það á hættulegan máta. Við erum með ýmsa varnagla. Þetta er framandi umhverfi. Það er ekkert ljós, ekkert loft. Maður þarf súrefni og gerviljós. En maður er með varabirgðir svo maður lifi af ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Stanton. Líkt og frægt er orðið tókst að bjarga öllum drengjunum en þeir síðustu komu upp úr hellinum þann 10. júlí. Björgunaraðilar voru samstilltir og yfirvegaðir en það er Stanton reyndar alltaf að eigin sögn og í raun ekkert, nema kannski eitt, sem getur mögulega komið honum úr jafnvægi. „Mér ferst ekki vel að glíma við tækni, eins og þegar tölvur og símar virka ekki. En það er allt og sumt,“ segir Stanton. Það má segja að björgun hafi einkennt líf Stantons. „Ég var slökkviliðsmaður í 25 ár. En ég segist alltaf hafa verið hellakafari fyrir og eftir það. Ég kafaði aldrei sem slökkviliðsmaður. Það er ýmislegt svipað. Öndunartækni og að starfa í myrkri, koma sér í gegnum byggingu undir pressu. Reyna að finna manneskju sem er föst í eld og reyk,“ segir Stanton. Spurður út í það hvort að hann myndi fara í annað eins verkefni ef að kallið bærist á morgun þá segir Stanton það ekki vera spursmál. „John er aðeins yngri en ég. Hann segir að sama hvað gerist megi maður ekki gefast upp. Maður þarf að veita ráð þótt maður þurfi ekki að kafa. Þetta snýst allt um reynslu,“ segir Stanton. Fastir í helli í Taílandi Ísland í dag Taíland Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Líklega hafa fá alþjóðleg fréttamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár heldur en björgunarafrekið í Tælandi í sumar þar sem tólf fótboltastrákum og þjálfara þeirra var bjargað af lítilli syllu djúpt inn í helli fullum af vatni. Heimsbyggðin öll fagnaði ákaft þegar fréttist að tveir hellakafarar hefðu fundið drengina alla sem hafði verið saknað í rúma viku heila á húfi fjóra kílómetra frá hellismunnanum. Annar þessara kafara er bretinn Rick Stanton. „Allt snýst um hellaköfun hjá mér. Ég hef stundað hana alla tíða frá átján ára aldri. Af miklum móð. Þess vegna hef ég þróað hæfileika sem hafa verið nýttir í björgunaraðgerðum. Ég er ekki björgunarkafari. Það vill bara svo til að ég hef verið kallaður til. Það hefur gengið vel svo það heldur áfram. Þetta er ekki atvinna. Við erum bara ræstir út þegar mikið liggur við. Þetta eru einstakir hæfileikar,“ segir Stanton. En þetta áhugamál er ekki eins og að fara í golf heldur er þetta krefjandi áhugamál. „Tvímælalaust. Þetta er öfgakennd útgáfa af hellaleiðöngrum. Í sumum hellum vorum við í lengstu hellaköfun heims. Tæpir tíu kílómetrar neðan sjávar á mýmörgum svæðum. Við tjöldum í hellunum, verjum nokkrum dögum þar. Það er öfgakennda útgáfan. Við erum því vanir að bera búnað neðanjarðar og lærum ýmsa hæfni. Hún nýtist öll í björgunarleiðangri,“ segir Stanton.Byrjaði að kafa átján ára gamall Stanton byrjaði að kafa í hellum þegar að hann var aðeins átján ára gamall. „Ég var átján ára og í námi. Það var áfangi um hellaleiðangra og hellaköfun í Bretlandi þar sem ég bý. Móðir mín sagði að þetta væri áhugavert, kannski ættirðu að skoða þetta. Ég horfði á þetta og tengdi strax. Ekki bara við hellaköfunina heldur lífsstílinn. Þetta hefur stjórnað lífi mínu síðan. Þetta snýst ekki um spennu. Ef maður er spenntur gerir maður þetta vitlaust. Þetta er yfirvegað og úthugsað. Spennan felst í að kanna. Ekki hættan. Spennan felst í að kanna og fara þangað sem enginn hefur farið,“ segir Stanton. Það er óhætt að segja að Rick og samlandi hans John Volanthen hafi haldið á ótroðnar slóðir þegar þeir voru beðnir um að taka þátt í leitinni að drengjunum. „Við vorum kallaðir til af breskum hellasérfræðingi sem var þar frá upphafi. Við vorum fólk sem gat starfað í þessu umhverfi. Það var annað fólk sem gat lagt línuna en mjög fáir sem gátu starfað og lagt línu í þessum aðstæðum. Við vissum af þessu áður en við vorum kallaðir til. Við John höfðum rætt að við þyrftum að fara þangað. Hæfni okkar gat nýst í þessu máli. Það var mjög eðlilegt að við færum þangað. Enginn hefur gert þetta í mannkynssögunni. Enginn hefur æft fyrir þetta. Ef þetta kæmi fyrir í hvaða landi sem er. Ég veit að það eru ekki náttúrulegir hellar á Íslandi. Ef þetta kæmi fyrir í hvaða landi sem er, jafnvel í löndum með hellabjörgunarsveit eins og í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum. Fólk væri ráðalaust,“ segir Stanton. Tælensku drengirnir fóru inn í hellinn þann 23. júní og lentu í sjálfheldu þegar hann fylltist af vatni í miklum rigningum. Þar biðu þeir á milli vonar og ótta þar til 2. júlí þegar Rick og John komu upp úr vatninu. „Við lögðum línuna og hún var að klárast. Næstum við enda þess sem við töldum mögulegt þann dag. Við komum upp í rás sem er hálffull af vatni. Við syntum með fram henni og ræddum málin. Ég fann lyktina af þeim. Við ræddum málin. Við vissum ekki í hvaða ástandi fólkið yrði. Hvort það væri á lifi eða hvort það væri allt þarna. Það var hugsanlega dreift um hellinn. Þeir komu allir þrettán niður. Ótrúlegt. Í hellaköfun er maður yfirleitt á gólfinu. Það er auðveldara. En við fórum upp í öll loftgöt og reyndum að finna lykt af manneskjum. Lyktin var mjög sterk. Við þurftum að segja þeim að við færum ekki með þá út. Við vissum ekki hvernig við ætluðum að ná þeim út. En við sögðum þeim að fjölmargir kæmu til þeirra. Þeir sáu augljóslega að við vorum með sérstakan búnað. Þeir sáu að við gengum ekki til þeirra. Þeir vissu vel að við gengum ekki inn og að þeir gætu ekki gengið út,“ segir Stanton.Aðgerðin breyttist eftir að drengirnir fundust Aðgerðin breyttist talsvert eftir að Stanton og John fundu drengina. „Það breyttist allt. Þetta var leit en breyttist í björgunaraðgerð,“ segir Stanton. Mörg þúsund manns komu að björguninni en það þurfti að stýra aðgerðum, dæla vatni úr hellinum, ferja súrefniskúta og veita fjölmiðlum upplýsingar og svo framvegis. Stanton og Volanthen voru hins vegar í eldlínunni ásamt alþjóðlegum hópi sem þurfti að finna leið til að koma drengjunum út. „Ímyndaðu þér að þú bindir fyrir augun á þér, skríðir um herbergið, rekir höfuðið í og vitir ekki hvar hindranirnar eru. Og þú getur ekki andað. Þú treystir algjörlega á búnað til að fá súrefni og ljós. Ég einbeitti mér að verkefninu. Við myndum aldrei gera neitt fáránlega hættulegt en það voru líf í húfi. Við vissum það ekki fyrr en við fundum þá. Maður þarf að gera ráð fyrir því. Maður leggur allt á sig. En maður reynir alltaf að fara varlega. Þetta er hættulegt umhverfi. Hvernig maður bregst við umhverfinu er hættulegt. Þótt eitthvað sé hættulegt þarf maður ekki að gera það á hættulegan máta. Við erum með ýmsa varnagla. Þetta er framandi umhverfi. Það er ekkert ljós, ekkert loft. Maður þarf súrefni og gerviljós. En maður er með varabirgðir svo maður lifi af ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Stanton. Líkt og frægt er orðið tókst að bjarga öllum drengjunum en þeir síðustu komu upp úr hellinum þann 10. júlí. Björgunaraðilar voru samstilltir og yfirvegaðir en það er Stanton reyndar alltaf að eigin sögn og í raun ekkert, nema kannski eitt, sem getur mögulega komið honum úr jafnvægi. „Mér ferst ekki vel að glíma við tækni, eins og þegar tölvur og símar virka ekki. En það er allt og sumt,“ segir Stanton. Það má segja að björgun hafi einkennt líf Stantons. „Ég var slökkviliðsmaður í 25 ár. En ég segist alltaf hafa verið hellakafari fyrir og eftir það. Ég kafaði aldrei sem slökkviliðsmaður. Það er ýmislegt svipað. Öndunartækni og að starfa í myrkri, koma sér í gegnum byggingu undir pressu. Reyna að finna manneskju sem er föst í eld og reyk,“ segir Stanton. Spurður út í það hvort að hann myndi fara í annað eins verkefni ef að kallið bærist á morgun þá segir Stanton það ekki vera spursmál. „John er aðeins yngri en ég. Hann segir að sama hvað gerist megi maður ekki gefast upp. Maður þarf að veita ráð þótt maður þurfi ekki að kafa. Þetta snýst allt um reynslu,“ segir Stanton.
Fastir í helli í Taílandi Ísland í dag Taíland Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent