Innlent

Óléttar konur geti æft af ákefð

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Óléttar konur geta æft af ákefð á meðgöngu án þess að auka líkur á fylgikvillum í fæðingu samkvæmt nýrri rannsókn.
Óléttar konur geta æft af ákefð á meðgöngu án þess að auka líkur á fylgikvillum í fæðingu samkvæmt nýrri rannsókn. Getty/Algerina Perna
Óléttar konur geta æft af ákefð á meðgöngu án þess að auka líkur á fylgikvillum í fæðingu samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin sem birtist í British Journal of Sports Medicine í ágúst er að mestu leyti unnin af Íslendingum. The New York Times birti umfjöllun um rannsóknina á dögunum.

Í rannsókninni voru 130 íþróttakonur og mæður spurðar út í æfingar þeirra þremur árum áður en þær áttu börn og einnig um æfingar á meðgöngu. Einnig voru 118 íslenskar mæður spurðar út í æfingavenjur þeirra fyrir og á meðgöngu. 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að íþróttakonurnar sem margar höfðu æft fram á og fram yfir annað þriggja mánaða meðgönguskeið höfðu átt eðlilegar fæðingar. Fæðingar íþróttakvennanna voru ekki lengri en þeirra kvenna sem voru í samanburðarhópnum og voru þær ekki líklegri til þess að þurfa undirgangast keisaraskurð.

Það voru þau Þorgerður Sigurðardóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Reynir Tómas Geirsson, Thor Aspelund og Þórhallur Ingi Halldórsson við Háskóla Íslands sem unnu að rannsókninni ásamt Kari Bø frá Noregi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×