Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2018 20:26 Frá fundi Pírata í dag. Vísir/Sigurjón Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“ Braggamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“
Braggamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira