Birkir Bjarnason segist frekar vilja spila á miðjunni heldur en úti á köntunum. Hann getur þó vel spilað á kantinum og líður vel þar með íslenska landsliðinu.
Birkir spilar miðsvæðis með félagsliði sínu Aston Villa. Hjá íslenska landsliðinu hefur hann oftar en ekki verið notaður úti á köntunum þar sem Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt stöðurnar inni á miðjunni vísar.
Birkir var hins vegar við hlið Rúnars Más Sigurjónssonar á miðjunni gegn Frökkum.
Á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag var Birkir spurður út í það hvort hann vildi frekar vera inni á miðjunni.
„Persónulega líður mér betur inni á miðjunni. Það er skemmtilegra að spila þar og vera meira í boltanum,“ sagði Birkir.
„En mér hefur alltaf liðið vel úti á kantinum með landsliðinu og ég hef leyst það vel.“
„Ég spila þar sem þjálfarinn þarf á mér að halda.“
Emil Hallfreðsson verður ekki með gegn Sviss í Þjóðadeildinni á morgun vegna meiðsla svo það er líklegt að Birkir fái aftur að vera miðsvæðis í þeim leik.
Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Birkir: Líður betur inni á miðjunni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti