Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. október 2018 10:00 Emmsjé Gauti slakaði á í Grikklandi í aðdraganda útkomu plötunnar. Hann er stoltur af þessari plötu. Horfir ekki mikið í baksýnisspegilinn þó að hann virði sín fyrri verk. Hann segir að þessi plata sé rólegri en þær fyrri. Fréttablaðið/Eyþór Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Emmsjé Gauti gefur í dag út nýjustu plötuna sína, Fimm, en hana má finna á helstu streymisveitum og einnig er hægt að kaupa hana á vefnum. „Loksins. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í næstum tvö ár – það er reyndar svolítið erfitt að setja fingur á hvenær ég byrjaði beinlínis að vinna að þessari plötu. En ætli það sé ekki komið svona ár síðan að ég gat sagt mér að ég væri að fara að gefa út plötu – þá voru svona 70% af lögunum til. Lokaferlið er alltaf erfiðast, ég ætlaði að gefa hana út síðasta sumar en hætti við – mér fannst bara að þá væri ekki réttur tími. Ég hef alltaf reynt að gera heilsteypt verk og þegar ég var kominn að endapunktinum þá einhvern veginn færðist hann aðeins lengra út af nýjum pælingum sem komu upp á borðið. En loksins er þetta komið út núna,“ segir Gauti sigurreifur í Grikklandi þar sem hann sólar sig eftir hörkuvinnu síðustu misseri við að leggja lokahönd á plötuna. Gauti segir að margt á plötunni sé kunnuglegt en þó megi finna stef sem ekki hafi komið fram áður hjá honum. „Þetta er besta platan mín … er ekki nýjasta platan manns uppáhaldsplatan? Þegar ég hlusta á gamalt dót finnst mér það alltaf smá skrítið því að ég er ekki á sama stað í dag og þá. Ég virði auðvitað öll mín fyrri verk. Þessi plata er samt að einhverju leyti rólegri en það sem ég hef áður gert, eða að minnsta kosti síðustu tvær plötur. Mér líður einhvern veginn eins og ég sé búinn að opna mig, eins og ég liggi á skurðarborði alveg opinn og að fólk geti skoðað inn í mig. Sum lögin eru drifin áfram af egóinu – en í öðrum er ég alveg berskjaldaður og leyfi egóinu að fara til hliðar.“Er þetta þroski? „Jújú, það má alveg kalla það þroska. Það er auðvitað eitthvað að ef maður finnur ekki fyrir þroska á milli ára. Þá þyrfti maður kannski að fara á hormónakúr.“ Gauti er með ýmislegt í pokahorninu sem hann ætlar að gera til að fylgja verkinu eftir – sumt er hann til í að draga upp og sýna en annað segir hann munu koma í ljós. „Ég fattaði ekki alveg hvernig dagskráin mín væri þegar ég ætlaði að gefa plötuna út í sumar og svo núna er ég með jólatónleika í desember þannig að það er pínu knappur tími til að halda útgáfutónleika. Ég ætla þess vegna að fagna útgáfunni á Akureyri, á Græna hattinum. Svo held ég útgáfutónleika í Reykjavík eftir áramót … þegar svartasta svartnættið er tekið við. Það verður kannski komin kreppa þá? Nei, líklega ekki. Sama hvað verður þá held ég útgáfutónleika. Mig langar að gera þetta almennilega, ég nenni ekki að vera með týpíska tónleika heldur þarf þetta að vera svolítið „sjóv“. Ég er búinn að hugsa alls konar dót – en ég get ekki sagt frá því, þá er það ónýtt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira