Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2018 06:00 Stórir landskikar aftan við lóðirnar sem raunverulega tilheyra einbýlishúsunum númer 22, 24 og 26 við Einimel hafa verið innlimaðir. Fréttablaðið/Anton Brink Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði