Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 11:35 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu. Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59
Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36