Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 12:10 Skútan við bryggju í Rifi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent