Baltasar um næsta verkefni: „Hitnaði að innan þegar ég las handritið“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 19:54 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty „Þetta verður enginn blockbuster en þetta verður eitthvað sem er þess virði að eyða tíma sínum í,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í spjallþættinum Með Loga sem sýndur er á Sjónvarpi Símans. Þar fær fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann þjóðþekkta gesti til sín en Baltasar var í síðasta þætti þar sem hann var spurður út í næstu verkefni hans. Eitt af næstu verkefnum Baltasars er kvikmyndin Artic 30 sem segir frá áhöfn skipsins Arctic Sunrise sem var í eigu náttúruverndarsamtakanna Greenpeace, eða Grænfriðunga. Í september árið 2013 ákvað þessi þrjátíu manna áhöfn að mótmæla olíuvinnslu á norðurslóðum með því að klifra upp olíuborpall rússneska fyrirtækisins Gazprom með það að markmiði að vekja athygli á því hvað gæti gerst ef slys yrði við vinnsluna.Mótmælendur krefjast lausnar skipverjanna 30 sem Rússar handtóku.Vísir/EPASkipið Arctic Sunrise sigldi undir hollensku flaggi en alþjóðagerðardómurinn í Haag skipaði rússneska ríkinu til að greiða hollenska ríkinu skaðabætur vegna eignaupptöku á skipinu. Rússnesk yfirvöld sökuðu áhöfnina um sjóræningjastarfsemi en skipverjunum var sleppt úr haldi í Rússlandi í nóvember árið 2013 eftir að þeim hafði verið veitt friðhelgi. Baltasar sagðir frá því þegar lávarðurinn David Puttnam, sem hefur framleitt kvikmyndir á borð við Chariots of Fire, The Killing Fields, The Mission og Midnight Express, hafði samband við hann og vildi fá að kynna fyrir honum verkefni sem hann var með á teikniborðinu. Puttnam bað Baltasar um að heimsækja sig í Westminsterhöllina í London en Baltasar sagði Puttnam vera fyrsta lávarðinn til að koma frumvarpi í gegnum breska þingið um loftslagsbreytingar. Um var að ræða kvikmynd byggða á þessum raunum áhafnar Artic Sunrise en Baltasar sagði myndina nokkurs konar blöndu af myndunum Captain Phillips og Midnight Express. Er handrit myndarinnar unnið upp úr bókinni Don’t Trust, Don’t Fear, Don’t Beg eftir blaðamann The Guardian, Ben Stewart.Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles.vísir/ap„Þetta voru krakkar sem voru að berjast fyrir betri heimi en lenda á stóru maskínunni,“ sagði Baltasar. Baltasar sagði markmiði að gera myndina á Íslandi með íslensku tökuteymi og mun þá nýja myndverið í Gufunesi, sem RVK Studios eiga, nýtast vel. Hann sagði myndina vera af þeim toga að hún ætti eftir að skilja eitthvað eftir sig. „Mér hitnaði að innan þegar ég las handritið,“ sagði Baltasar og lýsti því að það væri tilgangur með myndinni sem heillaði hann. „Ég er ekkert endilega sammála Greenpeace að öllu leyti en mér finnst þetta góður málstaður og líka góður thriller, sem er eitthvað sem skiptir máli.“ Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Þetta verður enginn blockbuster en þetta verður eitthvað sem er þess virði að eyða tíma sínum í,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í spjallþættinum Með Loga sem sýndur er á Sjónvarpi Símans. Þar fær fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann þjóðþekkta gesti til sín en Baltasar var í síðasta þætti þar sem hann var spurður út í næstu verkefni hans. Eitt af næstu verkefnum Baltasars er kvikmyndin Artic 30 sem segir frá áhöfn skipsins Arctic Sunrise sem var í eigu náttúruverndarsamtakanna Greenpeace, eða Grænfriðunga. Í september árið 2013 ákvað þessi þrjátíu manna áhöfn að mótmæla olíuvinnslu á norðurslóðum með því að klifra upp olíuborpall rússneska fyrirtækisins Gazprom með það að markmiði að vekja athygli á því hvað gæti gerst ef slys yrði við vinnsluna.Mótmælendur krefjast lausnar skipverjanna 30 sem Rússar handtóku.Vísir/EPASkipið Arctic Sunrise sigldi undir hollensku flaggi en alþjóðagerðardómurinn í Haag skipaði rússneska ríkinu til að greiða hollenska ríkinu skaðabætur vegna eignaupptöku á skipinu. Rússnesk yfirvöld sökuðu áhöfnina um sjóræningjastarfsemi en skipverjunum var sleppt úr haldi í Rússlandi í nóvember árið 2013 eftir að þeim hafði verið veitt friðhelgi. Baltasar sagðir frá því þegar lávarðurinn David Puttnam, sem hefur framleitt kvikmyndir á borð við Chariots of Fire, The Killing Fields, The Mission og Midnight Express, hafði samband við hann og vildi fá að kynna fyrir honum verkefni sem hann var með á teikniborðinu. Puttnam bað Baltasar um að heimsækja sig í Westminsterhöllina í London en Baltasar sagði Puttnam vera fyrsta lávarðinn til að koma frumvarpi í gegnum breska þingið um loftslagsbreytingar. Um var að ræða kvikmynd byggða á þessum raunum áhafnar Artic Sunrise en Baltasar sagði myndina nokkurs konar blöndu af myndunum Captain Phillips og Midnight Express. Er handrit myndarinnar unnið upp úr bókinni Don’t Trust, Don’t Fear, Don’t Beg eftir blaðamann The Guardian, Ben Stewart.Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles.vísir/ap„Þetta voru krakkar sem voru að berjast fyrir betri heimi en lenda á stóru maskínunni,“ sagði Baltasar. Baltasar sagði markmiði að gera myndina á Íslandi með íslensku tökuteymi og mun þá nýja myndverið í Gufunesi, sem RVK Studios eiga, nýtast vel. Hann sagði myndina vera af þeim toga að hún ætti eftir að skilja eitthvað eftir sig. „Mér hitnaði að innan þegar ég las handritið,“ sagði Baltasar og lýsti því að það væri tilgangur með myndinni sem heillaði hann. „Ég er ekkert endilega sammála Greenpeace að öllu leyti en mér finnst þetta góður málstaður og líka góður thriller, sem er eitthvað sem skiptir máli.“
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira