Baltasar um næsta verkefni: „Hitnaði að innan þegar ég las handritið“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 19:54 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty „Þetta verður enginn blockbuster en þetta verður eitthvað sem er þess virði að eyða tíma sínum í,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í spjallþættinum Með Loga sem sýndur er á Sjónvarpi Símans. Þar fær fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann þjóðþekkta gesti til sín en Baltasar var í síðasta þætti þar sem hann var spurður út í næstu verkefni hans. Eitt af næstu verkefnum Baltasars er kvikmyndin Artic 30 sem segir frá áhöfn skipsins Arctic Sunrise sem var í eigu náttúruverndarsamtakanna Greenpeace, eða Grænfriðunga. Í september árið 2013 ákvað þessi þrjátíu manna áhöfn að mótmæla olíuvinnslu á norðurslóðum með því að klifra upp olíuborpall rússneska fyrirtækisins Gazprom með það að markmiði að vekja athygli á því hvað gæti gerst ef slys yrði við vinnsluna.Mótmælendur krefjast lausnar skipverjanna 30 sem Rússar handtóku.Vísir/EPASkipið Arctic Sunrise sigldi undir hollensku flaggi en alþjóðagerðardómurinn í Haag skipaði rússneska ríkinu til að greiða hollenska ríkinu skaðabætur vegna eignaupptöku á skipinu. Rússnesk yfirvöld sökuðu áhöfnina um sjóræningjastarfsemi en skipverjunum var sleppt úr haldi í Rússlandi í nóvember árið 2013 eftir að þeim hafði verið veitt friðhelgi. Baltasar sagðir frá því þegar lávarðurinn David Puttnam, sem hefur framleitt kvikmyndir á borð við Chariots of Fire, The Killing Fields, The Mission og Midnight Express, hafði samband við hann og vildi fá að kynna fyrir honum verkefni sem hann var með á teikniborðinu. Puttnam bað Baltasar um að heimsækja sig í Westminsterhöllina í London en Baltasar sagði Puttnam vera fyrsta lávarðinn til að koma frumvarpi í gegnum breska þingið um loftslagsbreytingar. Um var að ræða kvikmynd byggða á þessum raunum áhafnar Artic Sunrise en Baltasar sagði myndina nokkurs konar blöndu af myndunum Captain Phillips og Midnight Express. Er handrit myndarinnar unnið upp úr bókinni Don’t Trust, Don’t Fear, Don’t Beg eftir blaðamann The Guardian, Ben Stewart.Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles.vísir/ap„Þetta voru krakkar sem voru að berjast fyrir betri heimi en lenda á stóru maskínunni,“ sagði Baltasar. Baltasar sagði markmiði að gera myndina á Íslandi með íslensku tökuteymi og mun þá nýja myndverið í Gufunesi, sem RVK Studios eiga, nýtast vel. Hann sagði myndina vera af þeim toga að hún ætti eftir að skilja eitthvað eftir sig. „Mér hitnaði að innan þegar ég las handritið,“ sagði Baltasar og lýsti því að það væri tilgangur með myndinni sem heillaði hann. „Ég er ekkert endilega sammála Greenpeace að öllu leyti en mér finnst þetta góður málstaður og líka góður thriller, sem er eitthvað sem skiptir máli.“ Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta verður enginn blockbuster en þetta verður eitthvað sem er þess virði að eyða tíma sínum í,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í spjallþættinum Með Loga sem sýndur er á Sjónvarpi Símans. Þar fær fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann þjóðþekkta gesti til sín en Baltasar var í síðasta þætti þar sem hann var spurður út í næstu verkefni hans. Eitt af næstu verkefnum Baltasars er kvikmyndin Artic 30 sem segir frá áhöfn skipsins Arctic Sunrise sem var í eigu náttúruverndarsamtakanna Greenpeace, eða Grænfriðunga. Í september árið 2013 ákvað þessi þrjátíu manna áhöfn að mótmæla olíuvinnslu á norðurslóðum með því að klifra upp olíuborpall rússneska fyrirtækisins Gazprom með það að markmiði að vekja athygli á því hvað gæti gerst ef slys yrði við vinnsluna.Mótmælendur krefjast lausnar skipverjanna 30 sem Rússar handtóku.Vísir/EPASkipið Arctic Sunrise sigldi undir hollensku flaggi en alþjóðagerðardómurinn í Haag skipaði rússneska ríkinu til að greiða hollenska ríkinu skaðabætur vegna eignaupptöku á skipinu. Rússnesk yfirvöld sökuðu áhöfnina um sjóræningjastarfsemi en skipverjunum var sleppt úr haldi í Rússlandi í nóvember árið 2013 eftir að þeim hafði verið veitt friðhelgi. Baltasar sagðir frá því þegar lávarðurinn David Puttnam, sem hefur framleitt kvikmyndir á borð við Chariots of Fire, The Killing Fields, The Mission og Midnight Express, hafði samband við hann og vildi fá að kynna fyrir honum verkefni sem hann var með á teikniborðinu. Puttnam bað Baltasar um að heimsækja sig í Westminsterhöllina í London en Baltasar sagði Puttnam vera fyrsta lávarðinn til að koma frumvarpi í gegnum breska þingið um loftslagsbreytingar. Um var að ræða kvikmynd byggða á þessum raunum áhafnar Artic Sunrise en Baltasar sagði myndina nokkurs konar blöndu af myndunum Captain Phillips og Midnight Express. Er handrit myndarinnar unnið upp úr bókinni Don’t Trust, Don’t Fear, Don’t Beg eftir blaðamann The Guardian, Ben Stewart.Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles.vísir/ap„Þetta voru krakkar sem voru að berjast fyrir betri heimi en lenda á stóru maskínunni,“ sagði Baltasar. Baltasar sagði markmiði að gera myndina á Íslandi með íslensku tökuteymi og mun þá nýja myndverið í Gufunesi, sem RVK Studios eiga, nýtast vel. Hann sagði myndina vera af þeim toga að hún ætti eftir að skilja eitthvað eftir sig. „Mér hitnaði að innan þegar ég las handritið,“ sagði Baltasar og lýsti því að það væri tilgangur með myndinni sem heillaði hann. „Ég er ekkert endilega sammála Greenpeace að öllu leyti en mér finnst þetta góður málstaður og líka góður thriller, sem er eitthvað sem skiptir máli.“
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira