Xhaka: Verðum að vinna Belgana Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2018 22:16 Granit Xhaka og Alfreð Finnbogason eigast við á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/EPA Fyrirliði Sviss, Granit Xhaka, var ánægður með dagsverk sinna manna þegar Sviss bar sigurorð af Íslandi fyrr í kvöld. „Við getum verið mjög ánægðir með sigurinn í kvöld. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en betri í seinni hálfleik þó að seinustu tíu mínúturnar hafi verið taugatrekkjandi. Við hefðum getað verið rólegri í stöðunni 2-1 en við lærum af reynslunni í þessum leik en úrslitin eru það mikilvægasta í kvöld," sagði Xhaka þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Xhaka var ekki á því að það hafi verið erfitt að undirbúa sig andlega fyrir leikinn eftir að Sviss hafi unnið fyrri leik liðanna 6-0 enda vissu þeir að hverju þeir gengu þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn. „Það var ekki erfitt að undirbúa sig undir þennan leik þrátt fyrir fyrri úrslit. Við höfðum það í huga að það er erfitt að spila í Reykjavík enda spiluðum við hérna fyrir sex árum síðan. Við vitum að Ísland er gott lið sem er þétt varnarlega og svo spiluðu þeir mjög vel í dag þannig að við erum mjög ánægðir með að hafa náð öllum stigunum héðan“. „Við verðum vinna leikinn við Belgana en það er úrslitaleikur fyrir okkur en bæði lið eru undir mikilli pressu á að vinna þann leik. Ég vona það allavega að við getum unnið þá í nóvember“, sagði Xhaka að lokum um framhaldið í riðlinum. Bæði Belgía og Sviss eru núna með tvo sigurleiki en Belgarnir unnu leik þjóðanna fyrir helgi og eru því í vænlegri stöðu fyrir leik liðanna í nóvember. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Fyrirliði Sviss, Granit Xhaka, var ánægður með dagsverk sinna manna þegar Sviss bar sigurorð af Íslandi fyrr í kvöld. „Við getum verið mjög ánægðir með sigurinn í kvöld. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en betri í seinni hálfleik þó að seinustu tíu mínúturnar hafi verið taugatrekkjandi. Við hefðum getað verið rólegri í stöðunni 2-1 en við lærum af reynslunni í þessum leik en úrslitin eru það mikilvægasta í kvöld," sagði Xhaka þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum í kvöld. Xhaka var ekki á því að það hafi verið erfitt að undirbúa sig andlega fyrir leikinn eftir að Sviss hafi unnið fyrri leik liðanna 6-0 enda vissu þeir að hverju þeir gengu þegar þeir mættu á Laugardalsvöllinn. „Það var ekki erfitt að undirbúa sig undir þennan leik þrátt fyrir fyrri úrslit. Við höfðum það í huga að það er erfitt að spila í Reykjavík enda spiluðum við hérna fyrir sex árum síðan. Við vitum að Ísland er gott lið sem er þétt varnarlega og svo spiluðu þeir mjög vel í dag þannig að við erum mjög ánægðir með að hafa náð öllum stigunum héðan“. „Við verðum vinna leikinn við Belgana en það er úrslitaleikur fyrir okkur en bæði lið eru undir mikilli pressu á að vinna þann leik. Ég vona það allavega að við getum unnið þá í nóvember“, sagði Xhaka að lokum um framhaldið í riðlinum. Bæði Belgía og Sviss eru núna með tvo sigurleiki en Belgarnir unnu leik þjóðanna fyrir helgi og eru því í vænlegri stöðu fyrir leik liðanna í nóvember.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum. 15. október 2018 21:41