Langflestir útlendingar í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. október 2018 06:00 Af þeim 25 sem hér busla í Landmannalaugum má áætla að aðeins þrír hafi verið íslenskir, til dæmis þeir sem eru innan hringsins. Vísir/Vilhelm Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira