Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58