Enn veik von á sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2018 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar eiga enn þá möguleika en hann er ekki mikill. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03
Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51
Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn