Enn veik von á sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2018 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar eiga enn þá möguleika en hann er ekki mikill. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta féllu í gærkvöldi niður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að liðið tapaði, 2-1, fyrir Sviss á Laugardalsvellinum. Okkar menn hafa nú spilað ellefu leiki í röð án þess að vinna og eru búnir að tapa tveimur í röð á Laugardalsvelli eftir að vera ósigraðir þar í sex ár. Það er alveg ljóst að Ísland verður í B-deild Þjóðadeildarinnar þegar að annað tímabil hennar fer af stað eftir tvö ár og verður því ekki á meðal þeirra bestu á ný fyrr en eftir að minnasta kosti fjögur ár. Strákarnir okkar eru einnig í mjög erfiðri stöðu þegar kemur að sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Dregið verður 2. desember en undankeppnin verður spiluð frá mars til nóvember 2019. Tíu af tólf liðunum í A-deild Þjóðadeildarinnar raða sér í efsta styrkleikaflokkinn en tvö neðstu verða með átta efstu þjóðunum úr B-deildinni í öðrum styrkleikaflokki. Ísland verður aldrei neðar en í öðrum flokki.Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands í Þjóðadeildinni.vísir/vilhelmHeildarstaðan í Þjóðadeildinni: 1. Spánn 6 stig (3 leikir) 2. Belgía 6 stig (2 leikir) 3. Portúgal 6 stig (2 leikir) 4. Sviss 6 stig (3 leikir) 5. Frakkland 4 stig (2 leikir) 6. England 4 stig (2 leikir) 7. Ítalía 4 stig (3 leikir) 8. Holland 3 stig (2 leikir) 9. Pólland 1 stig (3 leikir) 10. Þýskaland 1 stig (2 leikir) 11. Króatía 1 stig (2 leikir) 12. Ísland 0 stig (3 leikir) Í grunninn er reikningsdæmið einfalt: Ísland þarf að skilja tvær þjóðir eftir fyrir aftan sig og ná að minnsta kosti tíunda sætinu til að verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM og komast hjá því að vera með bestu liðum álfunnar í riðli. Staðan er augljóslega ekki góð þar sem að strákarnir okkar eru án stiga eftir þrjá leiki og eiga eftir útileik á móti Belgíu sem er í efsta sæti styrkleikalista FIFA ásamt heimsmeisturum Frakka. En, með sigri þar kemst Ísland í þrjú stig en þarf þá samt sem áður að treysta á hagstæð úrslit í nokkrum leikjum og vonast til þess að einhver lið vinni ekki leik.Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands.vísir/vilhelmPólland er lið í veseni og er fallið eins og Ísland. Það er með eitt stig og á aðeins einn leik eftir á móti Evrópumeisturum Portúgals á útivelli. Með sigri í Belgíu og hjálp frá Ronaldo og félögum gæti Pólland verið fyrir neðan Ísland. Þjóðverjar virðast enn í sama baslinu og á HM en þeir eru aðeins með aðeins eitt stig eftir tvo leiki. Þeir eiga leik í kvöld á móti Frakklandi. Þeir ljúka svo keppninni á móti Hollandi en ef Ísland vinnur Belgíu má Þýskaland ekki fá meira en eitt stig út úr þessum tveimur leikjum. Króatar virðast svo fótboltaþunnir eftir silfrið á HM. Króatía er sömuleiðis með eitt stig og á eftir heimaleik á móti Spáni sem vann þá 6-0 í fyrri leiknum og ljúka svo Þjóðadeildinni á Wembley í Lundúnum. Króatar mega sömuleiðis bara fá eitt stig út úr þessum tveimur leikjum ef Ísland vinnur Belgíu.Leikirnir sem skipta Ísland máli: Í kvöld: Frakkland - Þýskaland 15. nóv: Króatía - Spánn 18. nóv: England - Króatía 19. nóv: Þýskaland - Holland 20. nóv: Portúgal - Pólland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03 Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51 Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. 15. október 2018 22:03
Freyr gerði upp leikinn gegn Sviss: Ekki hægt að líkja þessu saman Freyr Alexandersson, aðstoðar landsliðsþjálfari Íslands, segir að það séu batamerki á íslenska liðinu eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni. 15. október 2018 22:51
Myndasyrpa: Kraftur í strákunum en ekkert stig gegn Sviss 2-1 tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:50
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30