Hjörvar: Svo margar leiðir á EM 2020 að við hljótum að finna einhverja Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2018 21:30 Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur. vísir/skjáskot Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Íslenska liðið hefur ekki unnið í ellefu leikjum í röð sem er versta frammistaða liðsins í 40 ár en þó er engin ástæða til að örvænta segir Hjörvar Hafliðason. Hjörvar segir að íslenska liðið verður með í lokakeppni Evrópumótsins árið 2020 en veit ekki hverju um er að kenna er kíkt er á slakt gengi liðsins síðasta árið. „Þessi ofboðslegi stöðugleiki sem einkenndi íslenska landsliðið í mörg, mörg ár er ekki til staðar lengur," sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar. „Við spiluðum á sama liðinu í fimm ár eða eitthvað slíkt. Nú eru komnar smá breytingar á liðinu og við erum farnir að gera fullt af einstaklingsmistökum." „Einnig erum við farnir að fá á okkur fullt af mörkum. Það kann aldrei góðri lukku að stýra," en andstæðingarnir undanfarna vikur og mánuði hafa verið ógnasterkir: „Við höfum verið að spila við besta landslið í heimi sem eru Frakkar og svo líklega það næst besta sem eru Belgar og svo Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans." „Er ég skoða þessa leiki sem við erum án sigurs í eru aðallega bara tveir leikir sem maður er fúll yfir er Nígeríu-leikurinn sem var lélegur og svo hörmungin í Sviss en annað er ekki að trufla mig sérstaklega." En förum við á EM 2020? „Já, við erum með öflugt lið og það var var fullt í þessum leik í gær sem gaf manni von. Mér fannst við geta spilað aðeins minna hræddir því að við þurftum að vinna." „Við pressuðum þá ekkert fyrr en korter var eftir en varðandi EM; þá förum við þangað inn. Það eru svo margar leiðir þangað inn að ég held að við hljótum að finna einhverja," sagði Hjörvar. Innslagið í heild má sjá hér neðar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira