Innheimtubréfin bárust ekki kaffihúsaeigendum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. október 2018 06:00 Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Kaffi Vest. Fréttablaðið/Valli Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Það kom eigendum Kaffihúss Vesturbæjar og fasteignarinnar að Melhaga 22 í opna skjöldu í gær þegar sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu auglýsti á vef sínum uppboð á fasteigninni. Samkvæmt auglýsingunni átti að bjóða fasteignina upp í dag og var gerðarbeiðandi Reykjavíkurborg. Pétur Hafliði Marteinsson, einn eigenda Vesturbæjar-kaffihúss ehf. sem rekur kaffihúsið og félagsins M22 ehf. sem á húsnæðið, kom af fjöllum þegar Fréttablaðið leitaði skýringa í gær enda vissi hann ekki betur en að félagið væri með allt sitt í skilum. Brugðust forsvarsmenn félagsins skjótt við, gerðu upp skuldina og fengu um leið skýringu á því hvers vegna þeir könnuðust ekki við að hafa verið tilkynnt um skuldina. „Fyrir aftan hús er póstkassi síðan læknastofurnar voru þarna uppi og við höfum aldrei verið með lykil að honum. Þeir segjast hafa troðið bréfinu ofan í hann. Það er meira að segja lím yfir raufinni, þannig að það á ekki að vera hægt,“ segir Pétur sem viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir símtalið.Segja má að Fréttablaðið hafi bjargað Kaffi Vest. Fréttablaðið/GVA„Hefðir þú ekki hringt hefðu þeir bara selt ofan af okkur,“ segir Pétur. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar-kaffihúss ehf. skilaði kaffihúsið vinsæla 270 þúsund króna hagnaði í fyrra. Þrátt fyrir að vera rekið réttum megin við núllið dróst hagnaður þess saman um nær 90 prósent frá því árið áður þegar hann nam rúmum 2,5 milljónum. Félagið Ferdinand ehf. á helmingshlut í Vesturbæ-kaffihúsi ehf. en eigendur þess eru þeir Einar Örn Ólafsson, Pétur Hafliði og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Marteinn Baldursson. Rekstrartekjur kaffihússins námu 152 milljónum króna í fyrra sem var töluverð aukning frá árinu 2016 þegar tekjurnar námu 136 milljónum. Verri afkomu félagsins milli ára má að mestu rekja til hærri rekstrargjalda og munar þar mestu um aukinn launa- og starfsmannakostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira