Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Daníel Freyr Birkisson skrifar 17. október 2018 07:00 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira