Ólafur Ragnar: Framtíð Íslands best borgið utan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 10:00 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan. Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir erfitt að sjá að nokkur geti fært fram sannfærandi rök fyrir því af hverju Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi. Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan. Á Ísland að standa áfram utan við ESB? „Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu. Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar. Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist. Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið. Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar. Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið,“ segir Ólafur. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér fyrir neðan.
Evrópusambandið Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira