Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 10:52 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01