Gildandi lög gætu bæði leyft og bannað umskurð drengja Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 22:00 Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður á kynfærum bæði kvenna og karla hafi í raun verið bannaður áður en hert var á lagaákvæðum varðandi stúlkur og konur upp úr aldamótunum. Það geti síðan ráðist af túlkunum hegningarlaga hvort bannið nái í dag einnig yfir umskurð drengja. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur skilað skriflegu svari til Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins varðandi lagalega stöðu umskurðar drengja. En frumvarp Silju Daggar og fleiri um bann við slíkum aðgerðum án heilsufarsástæðna náði ekki fram að ganga á Alþingi í vor. Árið 2005 var samþykkt viðbótarákvæði við 218 grein hegningarlaga til að árétta að umskurður á kynfærum kvenna teldist vera alvarleg líkamsárás. Dómsmálaráðherra segir að þetta kunni að hafa aukið á réttaróvissu. Aldrei hefur reynt á upprunalegu 218 greinina fyrir dómi um „vísvitandi líkamsárás sem valdi öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði,” hvað umskurð varðar, hvorki á stúlkum né drengjum. Með lagabreytingunni árið 2005, í grein 218 a um að „hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum” og 16 árum í alvarlegri tilvikum; er hins vegar aldrei minnst á umskurð drengja. „Fyrir þann tíma áður en umskurður kvenna var bannaður þá var, og er enn, ákvæði í hegningarlögum sem bannar líkamsárás. Sem má vel velta fyrir sér hvort umskurður, bæði á konum og körlum, hefði ekki getað fallið þar undir,” segir Sigríður. Skortur á lögskýringum Skort hafi lagatæknifræðilegar útskýringar með lagabreytingunni í þingmannafrumvarpi á þeim tíma. Breytingin hafi verið skiljanleg í því andrúmslofti sem þá ríkti í umræðunni um umskurð kvenna og menn viljað árétta bannið. „En ég er ekki viss um að það sé hægt að draga þá ályktun af þessari lagabreytingu að umskurður kvenna hafi verið leyfilegur fram að þeim tíma,” segir dómsmálaráðherra. Það sama gæti því átt við um drengi. Nú sé bæði hægt að álykta að umskurður drengja sé leyfilegur og hann sé það ekki eftir því hvernig lagagreinin fyrir breytingu er túlkuð í samhengi við viðbótargreinina. Í velferðarráðuneytinu er nú verið að skoða lagasetning sem tengist þessu máli óbeint varðandi intersex börn. „Það er að segja ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna. Það er mjög brýnt að það verði skoðað út frá mörgum sjónarhólum,” segir Sigríður Andersen. En Silja Dögg og meðflutningsmenn hennar á frumvarpinu um bann við umskurði drengja vona að væntanlegt frumvarp nái einnig yfir þá aðgerð. Svar dómsmálaráðherra til Silju Daggar má sjá hér.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira