Árið 2010 var kvennalandslið þjóðarinnar lagt af vegna fjárskorts. Fjórum árum síðar kom Cedella Marley að málum og með stuðningi Bob Marley-sjóðsins var hægt að byrja aftur með kvennalandslið.
Endurkoman var svo fullkomnuð í gær er liðið náði þessum sögulega árangri. „Risaþakkir á Cedella Marley fyrir að leggja allt undir fyrir liðið,“ sagði þjálfari liðsins, Hue Menzie.
Cedella er annars ýmislegt til lista lagt en hún hannaði til að mynda búningana á frjálsíþróttalið Jamaíka fyrir ÓL í London árið 2012.
