Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 17:52 Netverjum blöskar það sem þeim sýnist fullkomið þekkingarleysi dómara á internetinu. Hæstiréttur Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“ Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Í dag staðfesti Hæstiréttur héraðsdóm sem kveður á um að lögbann sem STEF fékk sett á internetþjónustufyrirtæki í fyrra skuli blokkera nokkur erlend lén með því að afvegaleiða DNS fyrirspurning. Netverjar eru í áfalli vegna dómsins. Jens Pétur Jensen hjá ISNIC – Internet á Íslandi, er einn þeirra en hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að þeim þar sé beinlínis þungt um hjartað eftir dóminn. Aðalmálið hér er að hvorki efnið (vefirnir) né lénin eru hýst á Íslandi. Dómararnir sem felldu þennan heimskulega dóm, að mati netverja, eru hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Í honum segir að ISPum „sé óheimilt að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að umræddum vefsíðum.“ Þetta þýðir að sá sem selur aðgang að internetinu er þar með gerður ábyrgur fyrir að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að öllu því sem þar er að finna.Netþjónustur miðla ekki efni sem þær hýsa ekki „Allir sem skilja eðli netsins sjá að þetta getur ekki gengið upp. ISNIC bendir á að hvorki umrædd lén né efnið (vefsíðurnar) eru hýstar hér á landi og því stenst ekki eftirfarandi setning Hæstaréttar: ..„sem miðlað sé í heimildarleysi á vefsíðum þessum, svo og að gagnvart rétthöfunum feli sú miðlun í sér ólögmæta háttsemi sem háð sé aðgangi að vefsíðunum fyrir milligöngu fjarskiptafyrirtækja svo sem aðaláfrýjanda“,“ segir Jens Pétur. Hann bendir á þá tæknilegu staðreynd að netþjónustur „miðla“ ekki efni sem þær ekki hýsa. Það sé tæknilega ómögulegt. STEF getur farið fram á lokun eftir því sem þeim þóknast „Allt annað hefði verið uppi á teningnum ef efnið hefði verið hýst á vefþjónum þeirra fyrirtækja sem lögbannið beindist gegn. Þetta annaðhvort skautar Hæstiréttur yfir, eða, sem ég óttast, skilur ekki.“ Jens Pétur segir dóminn að mati þeirra hjá ISNIC byggður á vanþekkingu dómaranna á gunnvirkni Internetsins. „Dómnum verður að mótmæla því að öðrum kosti verður bæði netfrelsið, sem okkur er svo kært, sem og heilindi DNS kerfisins, eyðilagt. Eftir þetta getur STEF, vænti ég, farið fram á lokun hvaða léns sem þeim þóknast og þurfa framvegis aðeins að vísa til þessa herfilega fordæmis, sem Hæstiréttur hefur nú sett.“
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40