Hæstaréttardómarar sagðir hengja bakara fyrir smið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 18:50 Píratarnir Smári og Helgi Hrafn furða sig á dómi sem féll í Hæstarétti í dag. „Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“ Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
„Ég get ekki talað fyrir alla Pírata, en mitt álit er að frá tæknilegu sjónarmiði er þetta ákvörðun sem felur í sér róttækt skilningsleysi á eðli fjarskipta og skeytingarleysi gagnvart því hvar ábyrgð á lögbrotum á heima,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Netverjar margir hverjir eru gapandi vegna dóms sem féll í Hæstarétti í dag. Jens Pétur Jensen hja ISNIC segir hann sýna svo ekki verði um villst að hæstaréttardómarar skilji ekki internetið. Tilgangslaus og stórskaðleg ákvörðun Píratar eru nú að ræða það sín á milli hvort ekki sé vert að taka málið upp á þingi, en það myndi þá líklega vera Helgi Hrafn Gunnarsson sem tæki málið upp á vettvangi Allsherjar- og menntamálanefndar. „Þessi dómur gengur gegn orðum og anda 73. gr. stjórnarskrár, þar sem að ritskoðun af þessu tagi er hvorki nauðsynleg né samrýmist hún lýðræðishefð,“ segir Smári. Þingmaðurinn segir dóminn einnig ganga gegn þeirri reglu að milliliðir séu ábyrgðarlausir gagnvart upplýsingaflæði sem má finna í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. „Samantekið er þetta í besta falli tilgangslaus ákvörðun sem mun kosta fyrirtækin sem þurfa að framfylgja þessu töluverða peninga vegna aukins álags á tölvukerfi sem ritskoðun af þessu tagi veldur, og ég get ekki séð að hún samrýmist stjórnarskrá eða landslög.“ Verið að hengja bakara fyrir smið Jens Pétur hjá ISNC hefur lýst því yfir við Vísi að hann verði þess var að á öllum póstum sé verið að þrengja að netfrelsi og nú vilji hæstaréttardómarar leggja sitt vog á skálarnar með afgerandi hætti. „Vissulega. Mörgum finnst einhvern veginn að reglurnar sem gilda utan netsins eigi einhvern veginn minna eða öðruvísi við á netinu. Það er auðvitað fjarstæða – það að á netinu geti hlutir gerst hraðar og með skrýtnari hætti gerir í raun mikilvægara að tryggja réttindin með afgerandi hætti, en að sama skapi að rækta skyldurnar bæði á nákvæman og skynsaman hátt.“ Smári segir blasa við að með þessum dómi sé verið að hengja bakara fyrir smið: „Einhver einhversstaðar á netinu er að brjóta gegn höfundarréttarlögum, en í stað þess að sækja viðkomandi til saka er algjörlega ótengdum fyrirtækjum fyrirskipað að lofa að segja engum heimilisfangið þeirra, og það kallað lausn.“
Tengdar fréttir Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40 Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Sjá meira
Hæstiréttur staðfestir lögbann á deilisíður Áfram verður lokað fyrir aðgang að síðum eins og Deildu.net og Pirate Bay hjá netþjónustufyrirtækinu Hringiðunni eftir dóm Hæstaréttar. 18. október 2018 15:40
Netverjar segja hæstaréttardómara ekki skilja internetið Netverjar eru í áfalli vegna nýgengins Hæstaréttardóms. 18. október 2018 17:52