Munnlegur málflutningur í Bitcoin-málinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjaness 9. nóvember. Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm.
Tveir af verjendum ákærðu krefjast frávísunar vegna meintra ólögmætra aðferða lögreglu við rannsókn málsins. Í greinargerð Þorgils
Þorgilssonar, verjanda Sindra Þórs Stefánssonar, kemur fram að hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins og sími hans hafi verið haldlagður eftir flótta Sindra úr fangelsi.
„Það er mikilvægur hluti af rétti sakaðs manns að eiga örugg samskipti við verjanda sinn,“ segir Þorgils og telur haldlagningu síma hans brot á réttindum sakbornings síns og vísar til fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu þar um.
Málflutningur í Bitcoin-málinu

Tengdar fréttir

Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt
Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands.

Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin
Sjö manns eru ákærðir í tengslum við röð innbrota í gagnaver síðasta vetur.

Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni
Búist við að hann verði viðstaddur aðalmeðferð málsins.