Krúttleg fjáröflun varð að tíu þúsund sörum Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Stelpurnar fengu eldhúsið í Dunkin' Donuts fyrir baksturinn. mynd/ella holt Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“ Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Það sem átti að vera krúttleg hugmynd að fjáröflun fyrir meistarahóp Gróttu í fimleikum hefur heldur betur undið upp á sig. „Mér datt í hug að auðvelda fólki jólaundirbúninginn og selja sörur. Við héldum að við myndum kannski ná að selja nokkur hundruð stykki en nú hafa verið pantaðar rúmlega tíu þúsund sörur,“ segir Ella Holt sem er móðir stúlku í hópnum. Fimleikastelpurnar sem eru á aldrinum 13 til 18 ára eru að safna sér fyrir keppnisferð til Bandaríkjanna í febrúar og svo er stefnan sett á ferð til Möltu næsta sumar. Ella auglýsti á Facebook-síðum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi og eins og fyrr greinir voru viðbrögðin gríðarleg. „Við vildum byrja á að auglýsa þetta á Facebook og ætluðum svo í rólegheitum að fara að selja vinum og ættingjum. Við þorum varla að gera það nú til að geta staðið við allar pantanirnar.“ Hún segir þó að allar pantanir verði afgreiddar en enn er tekið á móti pöntunum. Um síðustu helgi gerði hópurinn sér lítið fyrir og bakaði rúmlega fimm þúsund sörur. „Við erum svo heppin að hafa fengið mikla aðstoð. Forstjóri Basko þar sem ég vinn lánaði okkur eldhús Dunkin’ Donuts en þetta er ekkert sem maður framkvæmir í eldhúsinu heima.“ Að auki hafa Mjólkursamsalan, Nathan og Olsen og Freyja styrkt sörubaksturinn. Ella segir að uppskriftin komi frá henni og sé samansafn úr ýmsum uppskriftum sem hún hafi fundið á netinu. Sörurnar eru seldar á 100 krónur stykkið sem Ella segir að sé eðlilegt verð á þessum markaði. „Við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra og afhendum sörurnar í gjafaumbúðum. Við eigum enn eftir að pakka inn en þar næsta helgi verður vinnuhelgi. Þetta er æðislegt hópefli bæði fyrir stelpurnar og foreldrana.“ Ella borðar ekki sykur og þar með ekki sörur en segir aðra á heimilinu sennilega verða komna með nóg áður en langt um líður. „Dóttir mín sem er tólf ára segist vona að hún geti enn þá borðað sörur þegar jólin koma.“
Birtist í Fréttablaðinu Seltjarnarnes Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent