Frá böski yfir í danssmell Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. október 2018 10:30 Fyrsta lag Rokky er strax farið að heyrast víða um heiminn og notað í stórri auglýsingaherferð. Fréttablaðið/Eyþór Tónlistarkonan íslenska Rokky hefur búið í Berlín síðastliðin fimm ár þar sem hún hefur verið að böska á götum borgarinnar með gítarinn að vopni. Fyrsta smáskífan hennar, My Lips, er komin í spilun í útvarpi hér á landi en einnig er lagið notað í auglýsingum fyrir haustlínu Esprit þetta árið – þannig að það er spilað í Esprit verslunum um allan heim. Í dag heldur hún upp á þessa útgáfu eins og henni einni er lagið – með því að böska á Laugaveginum, í tómu húsnæði við hliðina á Dillon. „Ég verð að spila frá fjögur til sex, þar mun ég spila akústískt, böska, vegna þess að ég er búin að vera að gera það síðustu ár. Ég mun líka taka nýja lagið en það er aðeins öðruvísi – þetta er svona elektró danslag, aðeins í öðrum dúr,“ segir Rokky sem segist hafa byrjað að böska eftir að vinur hennar manaði hana hálfpartinn út í það. „Vinur minn var að fara að böska og ég sagði við hann að ég myndi kíkja á hann. Hann svaraði „já og þú mátt prófa?… ef þú þorir, hehe,“ þannig að ég sagði „réttu mér gítarinn“ og spilaði í einhverjar 40 mínútur þangað til hann bað mig að rétta sér gítarinn aftur. Ég gerði þetta nokkrum sinnum með honum eftir þetta en ákvað svo að mig langaði til að spila ein allan tímann og ekki sífellt að skiptast á?… svo var hann líka fúll því ég var að græða meiri pening heldur en hann,“ segir Rokky og hlær. Hún keypti sér græjur eftir það og fór á fulla ferð út í böskið á götum stórborgarinnar. Hún segir að þaðan hafi hún alls konar sögur, enda margt skrítið á sveimi í Berlín. „Eitt skiptið þá kom róni í engum skóm og settist fyrir framan mig, rúllaði sér sígarettu í rólegheitum og sat þar í svona klukkutíma – hann var sko ekki í skóm! – og að lokum dregur hann upp 10 evru seðil sem hann gefur mér! Ég vissi ekki hvað var í gangi, hvort þetta væri falin myndavél. Það er nefnilega þannig í Berlín að það er oft ótrúlegasta fólk sem gefur þér seðla.“My Lips var lag sem Rokky henti upp á iPadinum sínum fyrir um einu ári. „Það var plötufyrirtæki frá Bandaríkjunum sem vildi fá mig á samning fyrr á árinu, en eftir að lögfræðingurinn minn hafði rennt í gegnum þann samning sagði hann mér að þetta væri alls ekki góður díll. Þannig að ég sagði nei núna september við því – en mig langaði samt að gefa út þetta lag, þannig að ég fór og talaði við fólk sem ég þekki og keyrði þetta í gang. Þetta er gefið út af mínu eigin útgáfufyrirtæki, Rokky Music, í gegnum dreifingaraðila á netinu.“Rokky stefnir á útgáfu EP-plötu á næsta ári.Fréttablaðið/EyþórFriðfinnur Oculus, tónlistargaldramaðurinn mikli, mixaði lagið og segir Rokky að hann hafi tekið það úr 90% upp í heil 100%. Rokky segir það rétt að lagið sé notað af Esprit um þessar mundir til að auglýsa haustlínuna þeirra. „Ég þekki gaurinn sem gerði auglýsinguna en það var komið lag með einhverjum öðrum í hana. Hann ákvað að prófa bara í gamni að tjekka hvort þau væru til í að nota mitt lag sem þau voru. Það var algjörlega frábært. Þetta „kikkstartaði“ svo mörgu og var mjög gott fyrir sjálfstraustið.“ Á næsta ári er von á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá Rokky. Hún segist vera með nokkur lög á lager sem verði gefin út í röð og að það sé EP-plata í vinnslu. „Þetta verður allt í þessum dans-elektró-stíl. Ástæðan er sú að ég vil koma fram og vil fá fólkið til að dansa með mér. Svo bý ég í Berlín og elska að fara á klúbba og dansa – það er auðvitað meira heví teknó sem er spilað þar, en ég er að gera aðeins glaðlegri tónlist.“ Rokky verður böskandi við Dillon í dag frá 15 til 18 þar sem hún endar á My Lips. Það er ekki vitlaust að kíkja á Rokky og geta í framtíðinni sagst hafa séð hana áður en hún varð fræg. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan íslenska Rokky hefur búið í Berlín síðastliðin fimm ár þar sem hún hefur verið að böska á götum borgarinnar með gítarinn að vopni. Fyrsta smáskífan hennar, My Lips, er komin í spilun í útvarpi hér á landi en einnig er lagið notað í auglýsingum fyrir haustlínu Esprit þetta árið – þannig að það er spilað í Esprit verslunum um allan heim. Í dag heldur hún upp á þessa útgáfu eins og henni einni er lagið – með því að böska á Laugaveginum, í tómu húsnæði við hliðina á Dillon. „Ég verð að spila frá fjögur til sex, þar mun ég spila akústískt, böska, vegna þess að ég er búin að vera að gera það síðustu ár. Ég mun líka taka nýja lagið en það er aðeins öðruvísi – þetta er svona elektró danslag, aðeins í öðrum dúr,“ segir Rokky sem segist hafa byrjað að böska eftir að vinur hennar manaði hana hálfpartinn út í það. „Vinur minn var að fara að böska og ég sagði við hann að ég myndi kíkja á hann. Hann svaraði „já og þú mátt prófa?… ef þú þorir, hehe,“ þannig að ég sagði „réttu mér gítarinn“ og spilaði í einhverjar 40 mínútur þangað til hann bað mig að rétta sér gítarinn aftur. Ég gerði þetta nokkrum sinnum með honum eftir þetta en ákvað svo að mig langaði til að spila ein allan tímann og ekki sífellt að skiptast á?… svo var hann líka fúll því ég var að græða meiri pening heldur en hann,“ segir Rokky og hlær. Hún keypti sér græjur eftir það og fór á fulla ferð út í böskið á götum stórborgarinnar. Hún segir að þaðan hafi hún alls konar sögur, enda margt skrítið á sveimi í Berlín. „Eitt skiptið þá kom róni í engum skóm og settist fyrir framan mig, rúllaði sér sígarettu í rólegheitum og sat þar í svona klukkutíma – hann var sko ekki í skóm! – og að lokum dregur hann upp 10 evru seðil sem hann gefur mér! Ég vissi ekki hvað var í gangi, hvort þetta væri falin myndavél. Það er nefnilega þannig í Berlín að það er oft ótrúlegasta fólk sem gefur þér seðla.“My Lips var lag sem Rokky henti upp á iPadinum sínum fyrir um einu ári. „Það var plötufyrirtæki frá Bandaríkjunum sem vildi fá mig á samning fyrr á árinu, en eftir að lögfræðingurinn minn hafði rennt í gegnum þann samning sagði hann mér að þetta væri alls ekki góður díll. Þannig að ég sagði nei núna september við því – en mig langaði samt að gefa út þetta lag, þannig að ég fór og talaði við fólk sem ég þekki og keyrði þetta í gang. Þetta er gefið út af mínu eigin útgáfufyrirtæki, Rokky Music, í gegnum dreifingaraðila á netinu.“Rokky stefnir á útgáfu EP-plötu á næsta ári.Fréttablaðið/EyþórFriðfinnur Oculus, tónlistargaldramaðurinn mikli, mixaði lagið og segir Rokky að hann hafi tekið það úr 90% upp í heil 100%. Rokky segir það rétt að lagið sé notað af Esprit um þessar mundir til að auglýsa haustlínuna þeirra. „Ég þekki gaurinn sem gerði auglýsinguna en það var komið lag með einhverjum öðrum í hana. Hann ákvað að prófa bara í gamni að tjekka hvort þau væru til í að nota mitt lag sem þau voru. Það var algjörlega frábært. Þetta „kikkstartaði“ svo mörgu og var mjög gott fyrir sjálfstraustið.“ Á næsta ári er von á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá Rokky. Hún segist vera með nokkur lög á lager sem verði gefin út í röð og að það sé EP-plata í vinnslu. „Þetta verður allt í þessum dans-elektró-stíl. Ástæðan er sú að ég vil koma fram og vil fá fólkið til að dansa með mér. Svo bý ég í Berlín og elska að fara á klúbba og dansa – það er auðvitað meira heví teknó sem er spilað þar, en ég er að gera aðeins glaðlegri tónlist.“ Rokky verður böskandi við Dillon í dag frá 15 til 18 þar sem hún endar á My Lips. Það er ekki vitlaust að kíkja á Rokky og geta í framtíðinni sagst hafa séð hana áður en hún varð fræg.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“