Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. október 2018 08:00 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/GVA „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira