Elísabet nálgast endamarkið í eyðimörkinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2018 08:50 Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum. fréttablaðið/stefán Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu? Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana. Um er að ræða 400 kílómetra langa leið í gegnum Góbí-eyðimörkina og þarf að ljúka hlaupinu á 150 klukkustundum, eða rúmlega sex sólarhringum. Í nýrri færslu á Facebook-síðu Elísabetar segir að hún sé nú búin að hlaupa alls 354 kílómetra og þá séu ekki eftir nema um 50 kílómetrar, eða sem samsvarar einum Laugavegi, vinsælli gönguleið uppi á hálendinu. Elísabet er þaulreyndur hlaupari og hefur tekið þátt í mörgum ofurhlaupum í gegnum tíðina, þar á meðal Ultra Trail du Mt. Blanc og Ultra Trail Mt. Fiji. Þau hlaup eru þó töluvert styttri en það sem hún reynir við núna sem er eitt erfiðasta hlaup í heimi. Í færslunni á Facebook segir að framundan sé síðasti dagur Elísabetar í eyðimörkinni. Hún hafi varla stoppað á hvíldarstöðum en hún er búin að vera að í þrjá sólarhringa, 15 klukkutíma og 41 mínútur. Greinilegt sé að henni líði vel og að hún njóti þess að nálgast endamarkið í eyðimerkursólinni. Elísabet er í níunda sæti í hlaupinu og fremst kvenna en af fimmtíu þátttakendum eru sjö konur. Hún er fyrst Íslendinga til þess að reyna við hlaupið í Góbí-eyðimörkinni en hún lagði af stað með það markmið að klára hlaupið á fjórum dögum og hlaupa 100 kílómetra á sólarhring. Allt útlit er fyrir að henni takist það.Viðbót klukkan 10:47 Elísabet nálgast endamarkið og á nú 30 kílómetra eftir. Hún er í eyðimerkurlandslagi þar sem veðrið hljóðar upp á sand og rok. Hún er komin með blöðru sem veldur henni sársauka. „Er ótrúlega einbeitt og er komin á tímastöð CP29/369km. Það styttist í markið en það getur margt gerst á næstu 30km. Hún þarf á öllum góðum straumum að halda og allar kveðjur hjálpa henni með hvert skref í átt að markinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu hennar. Gobi er átta klukkustundum á undan Íslandi. Hún spyr hvaða lag hún eigi að spila í endamarkinu?
Hlaup Tengdar fréttir Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Hefur 150 klukkustundir til að hlaupa 400 kílómetra í Góbí eyðimörkinni Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, reynir við eitt erfiðasta hlaup í heimi sem stendur. 30. september 2018 16:16