Læknabekkirnir óvirkir meðan slysið er rannsakað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 13:02 Frá Læknavaktinni á Háaleitisbraut. vísir/vilhelm Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“ Heilbrigðismál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“
Heilbrigðismál Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira