Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2018 09:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. ksí Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15
Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15
Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45
Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00