Ísland í mannréttindaráðinu: Umbætur koma innan frá Heimsljós kynnir 21. september 2018 09:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antoníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist taka undir margt í gagnrýni Bandaríkjanna á mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna þótt Ísland hafi ákveðið að setjast í ráðið í þeirra stað. Ísland sótti fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 10. september eftir að hafa verið kosið til setu í ráðinu í fyrsta skipti. Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er að finna eftirfarandi frétt. "Kringumstæður voru óvenjulega, því fylla þurfti skarð Bandaríkjanna, sem ákváðu að segja sig úr ráðinu 19.júní síðastliðinn. Bandarískir ráðamenn sökuðu mannréttindaráðið um rótgróna hlutdrægni þegar málefni Ísraels væru annars vegar, auk þess sem þeir gagnrýndu að ríki, sem sjálf þverbrytu mannréttindi, veldust til setu í ráðinu.Ísland var kosið í fyrsta skipti til setu í mannréttindaráðinu 13. júlí síðastliðinn, frá þeim tíma og til loka næsta árs. Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin í ráðinu þessa stundina. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði í viðtali við vefsíðu UNRIC að þótt Ísland kæmi í stað Bandaríkjanna, tæki íslenska ríkisstjórnin um margt undir gagnrýni þeirra. Hins vegar, teldi Ísland að breytingar kæmu innan frá, „þess vegna öxlum við þessa ábyrgð nú,” sagði hann. „Ísland, og Norðurlöndin, hafa verið sammála ýmsu því sem komið hefur fram í gagnrýni Bandaríkjanna og við munum beita okkur fyrir umbótum,” sagði Guðlaugur í viðtali við vefsíðuna. „Á hinn bóginn hörmum við brotthvarf Bandaríkjamanna. Leiðin til að bæta ráðið er að okkar mati fólgin í því að gera það innan frá; afla þessum sjónarmiðum stuðnings og ná breytingum fram.” Guðlaugur segist sammála Bandaríkjunum um óeðilega ofuráherslu ráðsins á Ísrael. “Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinst að því að ósamræmis gæti í umfjöllun ráðsins um málefni Ísraels til samanburðar við önnur ríki þar sem staða mannréttinda er sýnu verri. Sérstakur dagskrárliður er tileinkaður Ísrael í hverri fundalotu en umfjöllun um málefni annarra ríkja er óregluleg og fellur undir almenna dagskrárliði. Íslensk stjórnvöld gera ríka kröfu á að Ísrael virði mannréttindi í hvívetna. Við eigum í góðu og hreinskiptum samskiptum við Ísrael og höfum gagnrýnt framferði ísraelskra stjórnvalda bæði tvíhliða og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru samt sem áður sammála Bandaríkjunum og flestum vestrænum ríkjum um að breyta þurfi dagskrá ráðsins svo umfjöllun um málefni Ísraels verði sanngjarnari og um leið marktækari og árangursríkari”. Frá fyrsta fundi Íslands í mannréttindaráðinu. Ísland sótti fyrsta fund sinn í mannréttindaráðinu á sama tíma og nýskipaður mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, fjallaði í fyrsta skipti um stöðu mannréttinda í heiminum. Gerði hún athugasemdir um stöðu mála í meira en 40 ríkjum, þar á meðal nokkrum þeirra sem eiga sæti í sjálfu mannréttindaráðinu. Guðlaugur bendir á að Ísland hafi gagnrýnt þetta. „Sjálfur hef ég í ræðum í mannréttindaráðinu bent á ábyrgð ríkja sem þar eiga sæti – líkt og Filippseyjar, Sádi-Arabía, Egyptaland og Venesúela… Auðvitað geta slík ríki dregið úr þrótti og trúverðugleika mannréttindaráðsins. Hinu hljótum við að gera ráð fyrir, að það hafi jákvæð áhrif í langflestum tilfellum að ríki eigi samtalið um mannréttindi við önnur ríki með þessum virka þætti.” Guðlaugur Þór er þó ekki sannfærður um að rétt sé að mannréttindaráðið sé einungis skipað ríkjum sem hafi hreinan skjöld í mannréttindamálum. „Það má leiða líkur að því að mannréttindaráð sem eingöngu væri skipað forysturíkjum á sviði mannréttinda mundi ekki fá mikinn hljómgrunn á alþjóðavísu. Samtal og samvinna meðal ólíkra ríkja er grundvöllurinn sem mannréttindaráðið er byggt á. Samt sem áður stingur í augu að þeir sem hvað verst standa sig skuli ítrekað sækjast eftir því að sitja í ráðinu. Engu að síður er ráðið afar mikilvægt og helsti vettvangur skoðanaskipta um stöðu mannréttindamála í heiminum og einstaka ríkjum. Það er svo ríkjanna sjálfra, þ.m.t. okkar, að freista þess að breyta hlutum til batnaðar. Við gerum það vitanlega ekki ein og erum raunsæ í okkar nálgun, en dropinn holar steininn og við getum sannarlega lagt okkar lóð á vogarskálarnar. “ Mannréttindaráðið leysti mannréttindanefnd af hólmi fyrir rúmum tíu árum. Ein helsta breytingin var að tekin var upp reglubundin allsherjarúttekt á mannréttindamálum í einstökum ríkjum. Hefur þessi breyting skilað tilætluðum árangri? „Ég held að allsherjarúttektin eða jafningjarýnin svonefnda, sem þú nefnir, sé einmitt sú nýjung sem hvað mestu máli hefur skipt. Hún gefur tækifæri til yfirferðar á stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður höfðu ríkin þurft að svara fyrir stöðuna heima fyrir með sambærilegum hætti. Almennt kemur um helmingur þeirra tilmæla sem er beint til ríkja í jafningjarýninni til framkvæmdar innan þriggja ára og skilar markvissum árangri.” Á þessu er þess minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, hugsanlega mikilvægustu yfirlýsingu um mannréttindi í sögunni. Guðlaugur Þór segir að yfirlýsingin sé enn mikilvæg, sjö áratugum síðar. „Mannréttindayfirlýsingin markaði tímamót og hennar ber að minnast sem slíkrar. Þau gildi sem þar eru skjalfest eru sjálfsögð í eðli sínu – til dæmis að allar manneskjur sé fæddar frjálsar og jafnar öðrum að virðingu og réttindum eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Því miður er reyndin önnur mjög víða og raunar mikið verk óunnið. Og einmitt þess vegna heldur mannréttindayfirlýsingin gildi sínu.” 47 ríki sitja hverju sinni í mannréttindaráðinu og eru þau kosning til sjö ára í senn. 7 af þeim koma úr svokölluðum „hópi Vestur-Evrópu, og annarra ríkja. Ísland situr þar til loka 2019 og verða því tvö norræn ríki í ráðinu, nái Danmörk kjöri til ráðsins til setu 2019-2021."Fyrsta fundarlota Íslands í mannréttindaráðinu hafin/ UtanríkisráðuneytiðÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Ísland í mannréttindaráði SÞ Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist taka undir margt í gagnrýni Bandaríkjanna á mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna þótt Ísland hafi ákveðið að setjast í ráðið í þeirra stað. Ísland sótti fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 10. september eftir að hafa verið kosið til setu í ráðinu í fyrsta skipti. Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er að finna eftirfarandi frétt. "Kringumstæður voru óvenjulega, því fylla þurfti skarð Bandaríkjanna, sem ákváðu að segja sig úr ráðinu 19.júní síðastliðinn. Bandarískir ráðamenn sökuðu mannréttindaráðið um rótgróna hlutdrægni þegar málefni Ísraels væru annars vegar, auk þess sem þeir gagnrýndu að ríki, sem sjálf þverbrytu mannréttindi, veldust til setu í ráðinu.Ísland var kosið í fyrsta skipti til setu í mannréttindaráðinu 13. júlí síðastliðinn, frá þeim tíma og til loka næsta árs. Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin í ráðinu þessa stundina. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði í viðtali við vefsíðu UNRIC að þótt Ísland kæmi í stað Bandaríkjanna, tæki íslenska ríkisstjórnin um margt undir gagnrýni þeirra. Hins vegar, teldi Ísland að breytingar kæmu innan frá, „þess vegna öxlum við þessa ábyrgð nú,” sagði hann. „Ísland, og Norðurlöndin, hafa verið sammála ýmsu því sem komið hefur fram í gagnrýni Bandaríkjanna og við munum beita okkur fyrir umbótum,” sagði Guðlaugur í viðtali við vefsíðuna. „Á hinn bóginn hörmum við brotthvarf Bandaríkjamanna. Leiðin til að bæta ráðið er að okkar mati fólgin í því að gera það innan frá; afla þessum sjónarmiðum stuðnings og ná breytingum fram.” Guðlaugur segist sammála Bandaríkjunum um óeðilega ofuráherslu ráðsins á Ísrael. “Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinst að því að ósamræmis gæti í umfjöllun ráðsins um málefni Ísraels til samanburðar við önnur ríki þar sem staða mannréttinda er sýnu verri. Sérstakur dagskrárliður er tileinkaður Ísrael í hverri fundalotu en umfjöllun um málefni annarra ríkja er óregluleg og fellur undir almenna dagskrárliði. Íslensk stjórnvöld gera ríka kröfu á að Ísrael virði mannréttindi í hvívetna. Við eigum í góðu og hreinskiptum samskiptum við Ísrael og höfum gagnrýnt framferði ísraelskra stjórnvalda bæði tvíhliða og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru samt sem áður sammála Bandaríkjunum og flestum vestrænum ríkjum um að breyta þurfi dagskrá ráðsins svo umfjöllun um málefni Ísraels verði sanngjarnari og um leið marktækari og árangursríkari”. Frá fyrsta fundi Íslands í mannréttindaráðinu. Ísland sótti fyrsta fund sinn í mannréttindaráðinu á sama tíma og nýskipaður mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, fjallaði í fyrsta skipti um stöðu mannréttinda í heiminum. Gerði hún athugasemdir um stöðu mála í meira en 40 ríkjum, þar á meðal nokkrum þeirra sem eiga sæti í sjálfu mannréttindaráðinu. Guðlaugur bendir á að Ísland hafi gagnrýnt þetta. „Sjálfur hef ég í ræðum í mannréttindaráðinu bent á ábyrgð ríkja sem þar eiga sæti – líkt og Filippseyjar, Sádi-Arabía, Egyptaland og Venesúela… Auðvitað geta slík ríki dregið úr þrótti og trúverðugleika mannréttindaráðsins. Hinu hljótum við að gera ráð fyrir, að það hafi jákvæð áhrif í langflestum tilfellum að ríki eigi samtalið um mannréttindi við önnur ríki með þessum virka þætti.” Guðlaugur Þór er þó ekki sannfærður um að rétt sé að mannréttindaráðið sé einungis skipað ríkjum sem hafi hreinan skjöld í mannréttindamálum. „Það má leiða líkur að því að mannréttindaráð sem eingöngu væri skipað forysturíkjum á sviði mannréttinda mundi ekki fá mikinn hljómgrunn á alþjóðavísu. Samtal og samvinna meðal ólíkra ríkja er grundvöllurinn sem mannréttindaráðið er byggt á. Samt sem áður stingur í augu að þeir sem hvað verst standa sig skuli ítrekað sækjast eftir því að sitja í ráðinu. Engu að síður er ráðið afar mikilvægt og helsti vettvangur skoðanaskipta um stöðu mannréttindamála í heiminum og einstaka ríkjum. Það er svo ríkjanna sjálfra, þ.m.t. okkar, að freista þess að breyta hlutum til batnaðar. Við gerum það vitanlega ekki ein og erum raunsæ í okkar nálgun, en dropinn holar steininn og við getum sannarlega lagt okkar lóð á vogarskálarnar. “ Mannréttindaráðið leysti mannréttindanefnd af hólmi fyrir rúmum tíu árum. Ein helsta breytingin var að tekin var upp reglubundin allsherjarúttekt á mannréttindamálum í einstökum ríkjum. Hefur þessi breyting skilað tilætluðum árangri? „Ég held að allsherjarúttektin eða jafningjarýnin svonefnda, sem þú nefnir, sé einmitt sú nýjung sem hvað mestu máli hefur skipt. Hún gefur tækifæri til yfirferðar á stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður höfðu ríkin þurft að svara fyrir stöðuna heima fyrir með sambærilegum hætti. Almennt kemur um helmingur þeirra tilmæla sem er beint til ríkja í jafningjarýninni til framkvæmdar innan þriggja ára og skilar markvissum árangri.” Á þessu er þess minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, hugsanlega mikilvægustu yfirlýsingu um mannréttindi í sögunni. Guðlaugur Þór segir að yfirlýsingin sé enn mikilvæg, sjö áratugum síðar. „Mannréttindayfirlýsingin markaði tímamót og hennar ber að minnast sem slíkrar. Þau gildi sem þar eru skjalfest eru sjálfsögð í eðli sínu – til dæmis að allar manneskjur sé fæddar frjálsar og jafnar öðrum að virðingu og réttindum eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Því miður er reyndin önnur mjög víða og raunar mikið verk óunnið. Og einmitt þess vegna heldur mannréttindayfirlýsingin gildi sínu.” 47 ríki sitja hverju sinni í mannréttindaráðinu og eru þau kosning til sjö ára í senn. 7 af þeim koma úr svokölluðum „hópi Vestur-Evrópu, og annarra ríkja. Ísland situr þar til loka 2019 og verða því tvö norræn ríki í ráðinu, nái Danmörk kjöri til ráðsins til setu 2019-2021."Fyrsta fundarlota Íslands í mannréttindaráðinu hafin/ UtanríkisráðuneytiðÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent