Goðsögn fagnaði frábæru marki með því að fá sér bjórsopa í miðjum leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 10:30 Kennedy Bakircioglu hefur spilað með Birki Má Sævarssyni, Ögmundi Kristinssyni, Arnóri Smárasyni og fleirum. vísir/getty Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira