Arnar: Ætlum að vera besta liðið á landinu í apríl og maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. október 2018 14:00 Arnar Guðjónsson tók við Stjörnunni í vor vísir/vilhelm Stjörnunni er spáð í fyrsta sæti Domino's deildar karla af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum félaganna í deildinni, sem og í spám fjölmiðla. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur ekki mikið mark á þessum spám. „Þetta skiptir engu máli. Þetta er gert fyrir fjölmiðlamenn og áhorfendur,“ sagði Arnar á kynningarfundi KKÍ fyrir Domino's deildirnar í dag þar sem spá fyrirliða og forráðamanna var kynnt. „Við setjum pressu á okkur sjálfir, að ná ákveðnum árangri. Það er bara verið að safna fólki saman til þess að geta tekið viðtöl og hafa einhverja ástæðu fyrir því.“ Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, einn besti Bandaríkjamaður deildarinnar á síðasta tímabili Paul Anthony Jones og finnski landsliðsmaðurinn Antti Kanervo komu allir til Stjörnunnar í sumar ásamt því að Arnar tók við liðinu af Hrafni Kristjánssyni. Fyrir var Stjarnan með landsliðsfyrirliðann Hlyn Bæringsson og Tómas Þórð Hilmarsson ásamt fleiri sterkum leikmönnum og því teflir Garðabæjarliðið fram mjög sterku liði í vetur. „Við höfum litið á tímum ágætlega út í þessum æfingaleikjum sem við höfum spilað, á tímum ekkert sérstaklega vel. En við stefnum að því að vera besta liðið á landinu í apríl og maí. Það er markmiðið okkar.“ „Þetta er að koma hægt og rólega og okkur hlakkar mikið til að byrja á föstudaginn.“ Stjarnan hefur leik í Domino's deildinni á leik gegn ÍR í Mathús Garðarbæjarhöllinni. Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í vor í hörðu einvígi og því má búast við mikilli hörku strax í fyrsta leik á nýju tímabili. „Við ætlum að mæta í alla leiki til þess að vinna þá og föstudagurinn er engin undantekning á því,“ sagði Arnar Guðjónsson. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld og hefst útsending klukkan 18:20. Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Stjörnunni er spáð í fyrsta sæti Domino's deildar karla af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum félaganna í deildinni, sem og í spám fjölmiðla. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tekur ekki mikið mark á þessum spám. „Þetta skiptir engu máli. Þetta er gert fyrir fjölmiðlamenn og áhorfendur,“ sagði Arnar á kynningarfundi KKÍ fyrir Domino's deildirnar í dag þar sem spá fyrirliða og forráðamanna var kynnt. „Við setjum pressu á okkur sjálfir, að ná ákveðnum árangri. Það er bara verið að safna fólki saman til þess að geta tekið viðtöl og hafa einhverja ástæðu fyrir því.“ Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson, einn besti Bandaríkjamaður deildarinnar á síðasta tímabili Paul Anthony Jones og finnski landsliðsmaðurinn Antti Kanervo komu allir til Stjörnunnar í sumar ásamt því að Arnar tók við liðinu af Hrafni Kristjánssyni. Fyrir var Stjarnan með landsliðsfyrirliðann Hlyn Bæringsson og Tómas Þórð Hilmarsson ásamt fleiri sterkum leikmönnum og því teflir Garðabæjarliðið fram mjög sterku liði í vetur. „Við höfum litið á tímum ágætlega út í þessum æfingaleikjum sem við höfum spilað, á tímum ekkert sérstaklega vel. En við stefnum að því að vera besta liðið á landinu í apríl og maí. Það er markmiðið okkar.“ „Þetta er að koma hægt og rólega og okkur hlakkar mikið til að byrja á föstudaginn.“ Stjarnan hefur leik í Domino's deildinni á leik gegn ÍR í Mathús Garðarbæjarhöllinni. Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum í vor í hörðu einvígi og því má búast við mikilli hörku strax í fyrsta leik á nýju tímabili. „Við ætlum að mæta í alla leiki til þess að vinna þá og föstudagurinn er engin undantekning á því,“ sagði Arnar Guðjónsson. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld og hefst útsending klukkan 18:20.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira