Myndin er þriðja vinsælasta mynd ársins og orðinn tekjuhæsti íslenska kvikmynd ársins.
Alls sáu 6.013 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 39.992 manns eins og kemur fram á vefsíðunni Klapptré.
159 sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa 18.132 séð myndina eftir 19. sýningarhelgi.
Lof mér að falla er nýjasta kvikmynd Baldvins Z sem gerði meðal annars Vonarstræti á sínum tíma.
Framundan hjá leikstjóra, aðalleikurum og framleiðendum er að fylgja myndinni eftir á kvikmyndahátíðina Busan í S-Kóreu þar sem Lof mér að falla mun taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar. Busan er stærsta kvikmyndahátíð Asíu og fer fram 4.-13. október.
