Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 18:30 Trump varði Kavanaugh og lýsti áhyggjum af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn körlum. Vísir/EPA Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30