Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 18:30 Trump varði Kavanaugh og lýsti áhyggjum af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn körlum. Vísir/EPA Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30